„Þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir“ Snorri Másson skrifar 24. janúar 2022 11:33 Bjarni Benediktsson var í fyrsta sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi í síðustu þingkosningum. Arnar Þór Jónsson var í því fimmta, en maðurinn í fjórða komst á þing. Vísir/Vilhelm Formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar Þór Jónsson varaþingmann flokksins ekki vera að tala fyrir stefnu flokksins í starfi sínu fyrir samtökin Ábyrgð og frelsi. Arnar Þór hefur meðal annars lýst miklum efasemdum um að börn séu sprautuð með því sem hann kallar tilraunaefni. Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Arnar Þór Jónsson, fyrrverandi héraðsdómari og núverandi varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur gagnrýnt stefnu stjórnvalda í málefnum faraldursins með margvíslegum hætti. Arnar Þór Jónsson hefur tekið virkan þátt í umræðu um sóttvarnir á Íslandi.Aðsend mynd Varaþingmaðurinn hefur rekið mál gegn sóttvarnalækni vegna sóttkvíar og einangrunar covid-sjúkra, hann hefur líkt faraldrinum við Trójuhest sem kippi lýðræðinu úr sambandi og hann hefur sent langorð viðvörunarbréf til skólayfirvalda vegna bólusetninga barna. Hann tókst á við Tómas Guðbjartsson lækni í Sprengisandi í desember og krafði Tómas svara um bólusetningar: „Það er engin gagnrýni. Og ég lýsi eftir því að [læknar] axli ábyrgð. Ég vil spyrja Tómas einfaldrar spurningar. Nú erum við í upptöku og þessi upptaka verður til á netinu um ókomna tíð. Ert þú tilbúinn að segja í ljósi þess sem þú sagðir áðan og skrifa undir það að þessi bóluefni sem nú á að nota á Íslendinga og gagnvart börnum, séu örugg og árangursrík? Þú verður að gera það,“ sagði Arnar meðal annars. Ekki verið að tala fyrir hönd flokksins Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir Arnar ekki hafa komið að máli við sig um þetta efni á síðustu mánuðum. Á fyrri stigum hafi þeir þó rætt mikilvægi lögmætisreglunnar, meðalhófs, að verið væri að veita réttar upplýsingar og svo framvegis. „Ég er nú sammála því að þetta eru allt mikilvæg sjónarmið en hann er ekki að tala fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins þegar hann sem lögmaður er að tala fyrir hönd einhverra hagsmunasamtaka,“ segir Bjarni. Stefna Sjálfstæðisflokksins hafi verið nokkuð skýr í þessu, flokkurinn hafi viljað opna umræðu um málið og aðkomu þingsins. Ágætis samstaða hafi verið í ríkisstjórn. „En ég þekki bara ekki nákvæmlega áherslur þeirra hagsmunasamtaka sem Arnar hefur verið að tala fyrir og ætla ekki að gera þær að mínum. Ég er meira fyrir bólusetningar, ég tel þær hafa sannað ótvírætt gildi sitt. Ég er sjálfur þríbólusettur og eina ástæða þess að ég hef ekki látið bólusetja tíu ára dóttur mína er að hún er búin að smitast. Það bíður þá seinni tíma ef á þarf að halda. Þannig að þarna er ekki verið að flytja boðskap sem ég tek undir,“ segir Bjarni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Kæru Frelsis og ábyrgðar á hendur Lyfjastofnun vísað frá Heilbrigðisráðuneytið hefur vísað frá kæru samtakanna Frelsi og ábyrgð á hendur Lyfjastofnun. Samtökin kærðu ákvörðun stofnunarinnar um að afturkalla ekki markaðsleyfi bóluefnis Pfizer sem ætlað er börnum á aldrinum 5 til 12 ára. 10. janúar 2022 21:44