Spyr sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að aflétta Sunna Sæmundsdóttir skrifar 21. janúar 2022 13:01 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra segist spyrja sóttvarnalækni daglega hvort hægt sé að fara létta á takmörkunum og telur jákvæð teikn á lofti í faraldrinum. Tæplega 1.500 greindust með veiruna í gær 1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira
1.456 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví. Þar að auki greindust 211 á landamærum. Það fjölgar aðeins á sjúkrahúsi milli daga þar sem nú eru 35 sjúklingar inniliggjandi með Covid-19. Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, sagði að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun að unnið væri að því að afla frekari gagna frá spítalanum sem veiti vísbendingar um næstu skref. „Vísindamennirnir okkar núna eru að máta tölur, um meðallegutíma sérstaklega sem er lagskiptur eftir aldri, og nú er svona ný bylgja inni í bylgjunni, það er að segja börn eru að smitast meira og síðan verður þessi rannsókn sem Íslensk erfðagreining er að gera, það er að segja hversu útbreidd smitin eru, það gefur okkur meira öryggi fyrir næstu aðgerðum. Ég horfi til þess að við þurfum að taka neyðarstig almannavarna niður.“ Síðan þurfi að ná starfsemi spítalans af neyðarstigi. „Síðan eru þessar íþyngjandi aðgerðir, bæði sóttvarnaráðstafanir, einangrun og sóttkví. Við erum þessa dagana í samtali við okkar sérfræðinga og sóttvarnalækni að reyna að létta á þessum íþyngjandi aðgerðum. Að ná fólkinu til baka, tvö hundruð manns inn á gólfið aftur á Landspítalanum og nýta þennan viðbótarmannafla. Þá getum við sagt hvort það sé ekki skynsamlegt að aflétta,“ segir Willum. Harðar takmakarnir hafa nú verið í gildi í viku og sífellt fleiri virðast samt smitast. Willum segir óvíst hvaða árangri aðgerðir séu að skila í ómíkron-bylgjunni. „Þannig að ég spyr hann [sóttvarnalækni] á hverjum degi hvort það væri ekki óhætt að fara aflétta þessu. Ég myndi segja að helgin gefi okkur vísbendingar um það hver þróunin verður. Þá er komið þetta sjö daga viðmið sem við horfum til.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samkomubann á Íslandi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Fleiri fréttir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Sjá meira