Pönkast á nauðsynlegum sóttvörnum Tómas Guðbjartsson skrifar 20. janúar 2022 19:00 Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að hætta að hlusta faglegar ráðleggingar sóttvarnarlæknis og fyrrverandi hæstaréttardómari kallar síðan Omicron bylgjuna saklaust kvef og sóttvarnir „móðursýki“ og „sósíalisma“ í viðtali á Bylgjunni. Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflaust fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar. Enda þörf á jákvæðum fréttum og þolinmæði margra á þrotum í faraldri sem staðið hefur í tvö ár - og haft miklar afleiðingar fyrir marga. Það voru jú jákvæðar fréttir - og studdar gögnum - sem bárust um sl. helgi og sýndu að þrátt fyrir háa tíðni smita fer innlögnum á spítalann fækkandi. Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr. Álagið á Landspítala er enn mjög mikið og hann engan veginn kominn fyrir vind í þessari síðustu bylgju faraldursins. Það er ágætt að hafa í huga það sem nú er að gerast á Evrópumótinu í handbolta - og sýnir hversu smitandi veiran er. Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt. Stór hluti íslenska liðsins og dómarar hafa greinst smitaðir og enn fleiri hafa sýkst í öðrum liðum, eins og því þýska. Þetta hefðu skipuleggjendur átt að sjá fyrir og skipulagt miklu öflugri sóttvarnir - líkt og gert var á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum i Tókýó. Þar voru smit fá, enda engir áhorfendur leyfðir. Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark. Hvað voru skipuleggjendur að hugsa þegar kom að sóttvörnum? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ráða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum - og gert honum ómögulegt að sinna neyðarhlutverki sínu. Ljóst er að þótt starfsfólk spítalans væri einkennalítið þá mætir það ekki til vinnu sýkt af Covid - enda skjólstæðingar okkar oftar en ekki veikir fyrir og COVID-sýking getur reynst þeim banvæn. Þetta er augljósasta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega . Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi. Stundum er gott að draga andann djúpt og láta þá sem best þekkja til leiða þjóðina í gegnum öldurótið. Það hefur tekist afar vel hjá sóttvarnarlækni og þríeykinu hingað til - og ekkert í spilunum að svo þurfi ekki að vera áfram. Skoðanaskipti eru nauðsynleg, en á erfiðum tímum þurfa sóttvarnayfirvöld stuðning frá sem flestum - ekki síst þeim sem standa í brúnni og eru hluti af ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tómas Guðbjartsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarna daga hafa ýmsir stigið fram og heimtað að sóttvörnum vegna COVID sé aflétt strax. Í þeim hópi er fyrrverandi dómsmálaráðherra, en þegar hún gegndi því embætti var hún yfirmaður Almannavarna og um leið sóttvarnalæknis. Annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins kallar eftir því að hætta að hlusta faglegar ráðleggingar sóttvarnarlæknis og fyrrverandi hæstaréttardómari kallar síðan Omicron bylgjuna saklaust kvef og sóttvarnir „móðursýki“ og „sósíalisma“ í viðtali á Bylgjunni. Skiljanlega leggja margir við hlustir og sumum eflaust fundist tillögur þessa fólks skynsamlegar. Enda þörf á jákvæðum fréttum og þolinmæði margra á þrotum í faraldri sem staðið hefur í tvö ár - og haft miklar afleiðingar fyrir marga. Það voru jú jákvæðar fréttir - og studdar gögnum - sem bárust um sl. helgi og sýndu að þrátt fyrir háa tíðni smita fer innlögnum á spítalann fækkandi. Þetta þýðir þó alls ekki að það sé skynsamlegt að afnema sóttvarnir með hraði - og reyndar full ástæða til að ganga hægt um gleðinnar dyr. Álagið á Landspítala er enn mjög mikið og hann engan veginn kominn fyrir vind í þessari síðustu bylgju faraldursins. Það er ágætt að hafa í huga það sem nú er að gerast á Evrópumótinu í handbolta - og sýnir hversu smitandi veiran er. Omicron er þegar búin að eyðileggja Evrópumótið og sífellt fleiri kalla eftir því að þessu hópsmitamóti verði hætt. Stór hluti íslenska liðsins og dómarar hafa greinst smitaðir og enn fleiri hafa sýkst í öðrum liðum, eins og því þýska. Þetta hefðu skipuleggjendur átt að sjá fyrir og skipulagt miklu öflugri sóttvarnir - líkt og gert var á heimsmeistaramótinu í Egyptalandi og á Ólympíuleikunum i Tókýó. Þar voru smit fá, enda engir áhorfendur leyfðir. Nú eru 20.000 manns að kjassast í fullum íþróttahöllum og leikmenn knúsa hver annan eftir hvert mark. Hvað voru skipuleggjendur að hugsa þegar kom að sóttvörnum? Sömu spurningu má spyrja ofangreindan ráðherra, þingmann og fyrrverandi hæstaréttardómara. Ef þau fengju að ráða gætu hæglega komið upp hópsýkingar sem leggja starfsemi Landspítalans á hliðina á nokkrum dögum - og gert honum ómögulegt að sinna neyðarhlutverki sínu. Ljóst er að þótt starfsfólk spítalans væri einkennalítið þá mætir það ekki til vinnu sýkt af Covid - enda skjólstæðingar okkar oftar en ekki veikir fyrir og COVID-sýking getur reynst þeim banvæn. Þetta er augljósasta ástæðan fyrir því að sóttvarnalæknir vill nú aflétta sóttvörnum hægt og rólega . Enda getum við á Landspítala ekki kallað inn varaþingmenn líkt og gert var við nýlegar hópsýkingar á Alþingi. Stundum er gott að draga andann djúpt og láta þá sem best þekkja til leiða þjóðina í gegnum öldurótið. Það hefur tekist afar vel hjá sóttvarnarlækni og þríeykinu hingað til - og ekkert í spilunum að svo þurfi ekki að vera áfram. Skoðanaskipti eru nauðsynleg, en á erfiðum tímum þurfa sóttvarnayfirvöld stuðning frá sem flestum - ekki síst þeim sem standa í brúnni og eru hluti af ríkisstjórn.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun