Hyggjast keyra ferð á Danaleik áfram: „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2022 20:02 Strákarnir okkar fögnuðu sigrinum á Ungverjum vel og innilega í gær. EPA-EFE/Tamas Kovacs Heimsferðir og Úrval Útsýn hyggjast „keyra þetta áfram“ og halda áfram sölu á ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta sem fer fram á morgun. Ferðin var ákveðin með skömmum fyrirvara en áhugi er mikill. Karlalandsliðið vann frækinn sigur á heimamönnum í græ og hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Stuðningshópur landsliðsins í stúkunni er litríkur og kátt á hjalla enda hafa úrslitin verið vonum framar. Þegar sala hófst hjá Heimsferðum og Úrvali Útsýn í morgun voru 186 miðar til en vélin flýgur til Ungverjalands klukkan 11 í fyrramálið. Verðið er í kringum 100 þúsund krónur á mann en innifalið er flug báðar leiðir, ferðataska og handfarangur, íslensk fararstjórn, miði á leikinn, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat og svo heimflug síðdegis á föstudag. „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást en við ætlum bara að taka áhættu - þó að það sé ekki tryggð afkoma - því við viljum endilega að strákarnir fái þann stuðning sem þeir eiga skilið. Þannig við ætlum bara að keyra þetta áfram og bóka í kvöld og fram á nótt á meðan miðar eru til,“ segir Hörður Hilmarsson íþróttastjóri hjá Úrval Útsýn. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, er bjartsýn og segir að salan sé í fullum gangi. Vel hafi gengið en enn eru einhverjir miðar eftir á leikinn. „Þetta miðast ágætlega. Það eru enn þá sæti laus og við erum bara á fullu hérna fram eftir kvöldi af því að við ákváðum þetta með stuttum fyrirvara. Þannig að búðin er bara opin fram á nótt,“ segir Þórunn hress og bætir við að starfsfólk sé í keppnisskapi. EM karla í handbolta 2022 Ferðalög Tengdar fréttir 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Karlalandsliðið vann frækinn sigur á heimamönnum í græ og hefur unnið alla þrjá leiki sína á mótinu. Stuðningshópur landsliðsins í stúkunni er litríkur og kátt á hjalla enda hafa úrslitin verið vonum framar. Þegar sala hófst hjá Heimsferðum og Úrvali Útsýn í morgun voru 186 miðar til en vélin flýgur til Ungverjalands klukkan 11 í fyrramálið. Verðið er í kringum 100 þúsund krónur á mann en innifalið er flug báðar leiðir, ferðataska og handfarangur, íslensk fararstjórn, miði á leikinn, gisting á fjögurra stjörnu hóteli með morgunmat og svo heimflug síðdegis á föstudag. „Ég var skíthræddur um að það myndi ekki nást en við ætlum bara að taka áhættu - þó að það sé ekki tryggð afkoma - því við viljum endilega að strákarnir fái þann stuðning sem þeir eiga skilið. Þannig við ætlum bara að keyra þetta áfram og bóka í kvöld og fram á nótt á meðan miðar eru til,“ segir Hörður Hilmarsson íþróttastjóri hjá Úrval Útsýn. Þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu Íslands, er bjartsýn og segir að salan sé í fullum gangi. Vel hafi gengið en enn eru einhverjir miðar eftir á leikinn. „Þetta miðast ágætlega. Það eru enn þá sæti laus og við erum bara á fullu hérna fram eftir kvöldi af því að við ákváðum þetta með stuttum fyrirvara. Þannig að búðin er bara opin fram á nótt,“ segir Þórunn hress og bætir við að starfsfólk sé í keppnisskapi.
EM karla í handbolta 2022 Ferðalög Tengdar fréttir 186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14 Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
186 miðar í boði á Danaleikinn en tíminn að renna út Heimsferðir og Úrval Útsýn hafa sett í sölu ferð til Búdapest í fyrramálið á landsleik Íslands og Danmerkur í handbolta á morgun. Um er að ræða fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins í handbolta og er eftirvæntingin mikil. 19. janúar 2022 15:14
Tímasetningar íslensku leikjanna í milliriðli EM eru klárar Evrópska handknattleikssambandið hefur nú gengið frá leikjadagskrá milliriðlanna á Evrópumótinu í handbolta í Ungverjalandi og Slóvakíu. 19. janúar 2022 08:45