Lögregla rannsakar mann sem gekk berserksgang á Reykjanesbrautinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 10:28 Maðurinn sparkaði ítrekað í glugga bílsins fyrir aftan. Vísir Lögreglan á Suðurnesjum hefur til rannsóknar atvik, sem kom upp á Reykjanesbrautinni síðdegis í gær, þar sem karlmaður steig út úr bíl sínum, gekk upp að bílnum fyrir aftan og sparkaði í bílstjórarúðuna með miklu offorsi. Þetta staðfestir varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Lögreglan rannsakar nú aðdraganda atviksins, en rannsókn er á frumstigi þar sem atvikið kom upp um klukkan fjögur í gær. Lögregla var ekki kölluð út á staðinn en fékk málið á sitt borð í gær. Myndband af atvikinu er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem ökumaður sést aka glannalega um Reykjanesbrautina og sveigja á milli akreina, með þeim afleiðingum að bíllinn fyrir aftan getur ekki tekið fram úr. Svo virðist einnig að bílarnir hafi ekið mjög hægt, ef dæma má af myndbandinu, áður en þeir stoppa báðir. Við það gengur bílstjóri fremri bílsins út, gengur upp að þeim fyrir aftan sig og sparkar ítrekað í bílstjórarúðu bílsins með miklum krafti. Heyra má þann sem tekur upp myndbandið, segja að hringja þurfi í lögregluna en bílaröð virðist hafa verið fyrir aftan bílana tvo, sem sést svo aka fram hjá. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á þrítugsaldri sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu og sætt nálgunarbanni. Veistu meira um málið? Uppruna myndbandsins eða þekkirðu fólkið í bílnum? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Tengdar fréttir Búið að handtaka eltihrellinn Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. 23. mars 2021 18:12 Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Þetta staðfestir varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurnesjum í samtali við fréttastofu. Lögreglan rannsakar nú aðdraganda atviksins, en rannsókn er á frumstigi þar sem atvikið kom upp um klukkan fjögur í gær. Lögregla var ekki kölluð út á staðinn en fékk málið á sitt borð í gær. Myndband af atvikinu er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem ökumaður sést aka glannalega um Reykjanesbrautina og sveigja á milli akreina, með þeim afleiðingum að bíllinn fyrir aftan getur ekki tekið fram úr. Svo virðist einnig að bílarnir hafi ekið mjög hægt, ef dæma má af myndbandinu, áður en þeir stoppa báðir. Við það gengur bílstjóri fremri bílsins út, gengur upp að þeim fyrir aftan sig og sparkar ítrekað í bílstjórarúðu bílsins með miklum krafti. Heyra má þann sem tekur upp myndbandið, segja að hringja þurfi í lögregluna en bílaröð virðist hafa verið fyrir aftan bílana tvo, sem sést svo aka fram hjá. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um að ræða karlmann á þrítugsaldri sem hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu og sætt nálgunarbanni. Veistu meira um málið? Uppruna myndbandsins eða þekkirðu fólkið í bílnum? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Veistu meira um málið? Uppruna myndbandsins eða þekkirðu fólkið í bílnum? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Tengdar fréttir Búið að handtaka eltihrellinn Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. 23. mars 2021 18:12 Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Innlent Fleiri fréttir Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Sjá meira
Búið að handtaka eltihrellinn Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. 23. mars 2021 18:12
Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27
„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði