Kvikmyndin Berdreymi valin til heimsfrumsýningar á Berlinale Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. janúar 2022 14:42 Stilla úr kvikmyndinni Berdreymi. Sturla Brandth Grøvlen Berdreymi, ný íslensk kvikmynd eftir Guðmund Arnar Guðmundsson, hefur verið valin til þátttöku á Berlinale, alþjóðlegu kvikmyndahátíðina í Berlín, sem fer fram frá 10 til 20. febrúar. Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heims í kjölfar heimsfrumsýningar í Feneyjum 2016. Aðstandendur hafa trú á því að myndin Berdreymi muni vekja mikla athygli. „Þetta er grípandi mynd sem á eftir að vekja upp margar tilfinningar hjá áhorfendum, skemmtilegar, ljúfar og ógnvekjandi,“ segir Anton Máni framleiðandi myndarinnar. Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri myndarinnar.Lilja Jóns „Berdreymi verður heimsfrumsýnd í Panorama flokki hátíðarinnar í Berlín, sem er lýst sem flokki fyrir heillandi og ögrandi kvikmyndir sem líklegar eru til vinsælda á meðal áhorfenda. Valið er mikill heiður þar sem Berlinale hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í heiminum og dregur að yfir hálfa milljón manns frá yfir 130 löndum. Aðstandendur eru í skýjunum yfir þessum tíðindum og er mikil tilhlökkun fyrir að frumsýna myndina á Íslandi því þeir telja að hún eigi eftir að koma Íslendingum skemmtilega á óvar,“ segir í nýrri tilkynningu. „Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að valdbeitingu og ofbeldi en kynnast einnig djúpri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis?“ Stilla úr kvikmyndinni Berdreymi.Sturla Brandth Grøvlen Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með helstu hlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi. Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Myndin er önnur kvikmynd Guðmundar Arnars í fullri lengd á eftir hinni margverðlaunuðu Hjartasteinn sem vakti mikla lukku meðal landsmanna og fór sigurför um kvikmyndahátíðir heims í kjölfar heimsfrumsýningar í Feneyjum 2016. Aðstandendur hafa trú á því að myndin Berdreymi muni vekja mikla athygli. „Þetta er grípandi mynd sem á eftir að vekja upp margar tilfinningar hjá áhorfendum, skemmtilegar, ljúfar og ógnvekjandi,“ segir Anton Máni framleiðandi myndarinnar. Guðmundur Arnar Guðmundsson leikstjóri myndarinnar.Lilja Jóns „Berdreymi verður heimsfrumsýnd í Panorama flokki hátíðarinnar í Berlín, sem er lýst sem flokki fyrir heillandi og ögrandi kvikmyndir sem líklegar eru til vinsælda á meðal áhorfenda. Valið er mikill heiður þar sem Berlinale hátíðin er ein stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í heiminum og dregur að yfir hálfa milljón manns frá yfir 130 löndum. Aðstandendur eru í skýjunum yfir þessum tíðindum og er mikil tilhlökkun fyrir að frumsýna myndina á Íslandi því þeir telja að hún eigi eftir að koma Íslendingum skemmtilega á óvar,“ segir í nýrri tilkynningu. „Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að valdbeitingu og ofbeldi en kynnast einnig djúpri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis?“ Stilla úr kvikmyndinni Berdreymi.Sturla Brandth Grøvlen Guðmundur Arnar skrifaði handritið og með helstu hlutverk fara ungstirnin Birgir Dagur Bjarkason, Áskell Einar Pálmason, Viktor Benóný Benediktsson, og Snorri Rafn Frímannsson, ásamt þeim þaulreyndu Anítu Briem, Ólaf Darra Ólafssyni og Ísgerði Gunnarsdóttur. Framleiðandi myndarinnar er Anton Máni Svansson fyrir hönd Join Motion Pictures, en myndin er samstarfsverkefni fimm landa með meðframleiðendur frá Danmörku, Svíþjóð, Hollandi og Tékklandi.
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Fleiri fréttir Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira