Þorgerður Katrín: Gísli allt öðruvísi handboltamaður en við foreldrarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. janúar 2022 11:37 Gísli Þorgeir Kristjánsson skorar eitt af mörkum sínum á móti Portúgal. Getty/Sanjin Strukic Alþingiskonan Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er stödd í Ungverjalandi þar sem hún er að fylgjast með syni sínum fara á kostum með íslenska handboltalandsliðinu. Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Sonur hennar er Gísli Þorgeir Kristjánsson sem hefur skorað átta mörk í fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu en hann er aðalleikstjórnandi liðsins. Þorgerður Katrín ræddi upplifun sína af EM í viðtali við Reykjavík síðdegis í gær. En hvernig er að fylgjast með syni sínum spila fyrir Ísland á Evrópumóti? „Það er bara stórkostlegt. Það er ótrúlega gaman. Ég er búin að fylgja íslenska landsliðinu í 35 ár því ég byrjaði á mínu fyrsta móti á HM í Sviss 1986,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir en þá var eiginmaður hennar Kristján Arason í aðalhlutverki í liðinu. „Hvort sem karlinn var að spila eða ekki þá hefur maður alltaf farið á mótin. Handbolti, sama hvað hver segir, er þjóðaríþrótt Íslendinga og það er eitthvað sem slær með manni. Svo þegar maður sér barnið sitt á vellinum þá fyllist maður stolti,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er líka ótrúlega gaman fyrir hann að vera í svona liði. Þetta er að verða svo mikil liðsheild og það er svo mikil breidd í þessu liði. Það er gaman að hofa bæði á varnarvinnsluna og fótavinnuna sem og stórkostlegar sóknir sem hafa verið snilldarlega skrifaðar upp af hinum Gumma,“ sagði Þorgerður Katrín. „Það er gaman af þessu en ég viðurkenni það alveg að neglurnar eru farnar og hjartslátturinn er örari. Það er öðruvísi að vera í þessu sjálfur eða að fylgjast með manni eða barni. Eins og í gamla daga þegar maður dýrkaði og dáði alla þessa kappa hvort sem þeir voru með Kristjáni í liði eða þá Óla Stefáns, Dag Snorra Stein eða hvað þeir heita allir. Þetta er svo geggjað sport og það eru svo mikla tilfinningar,“ sagði Þorgerður. Gísli Þorgeir er nú kominn í tíuna, treyjunúmer pabba síns en Kristján Arason var fyrsti íslenski landsliðsmaðurinn til að skora þúsund mörk fyrir íslenska A-landsliðið. „Auðvitað þykir manni vænt um það enda er þetta svo flott númer. Það er alveg gaman en um leið vil ég undirstrika það að Gísli er bara Gísli. Hann er sonur foreldra sinna en hann verður bara að vera hann,“ sagði Þorgerður. „Hann er svolítið öðruvísi en við. Hann er öðruvísi handboltamaður en bæði Kristján og ég. Ég var meiri tuddi í vörn. Ég var þristur í vörn en Kristján var allt öðruvísi handboltamaður og stórkostlegur. Gísli er að þróast á sínum ferli og hann á mikið inni að mínu mati,“ sagði Þorgerður. „Hann er frábær en allt liðið er búið að vera geggjað. Mér finnst gaman að sjá traustið og öryggið sem kemur með Aroni. Bjöggi er þarna og maður er búinn að fylgjast lengi með honum. Svo eru allir þessir strákar að koma upp hvort sem þeir eru úr Eyjum, frá Selfossi, Hafnarfirði eða annars staðar,“ sagði Þorgerður Katrín en það má hlusta á allt spjallið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita