Svona hefur farið hjá strákunum þegar Ísland hefur unnið tvo fyrstu leiki sína Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2022 16:31 Ómar Ingi Magnússon lætur vaða í sigurleiknum á móti Portúgal. EPA-EFE/Tamas Kovacs Ungverjar bíða strákana okkar í þriðja leik á morgun en þetta er langt frá því að vera í fyrsta sinn á stórmóti sem þeir mæta íslensku landsliði með fullt hús. Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í handbolta er með fullt hús eftir tvo sigra í fyrstu tveimur leikjum sínum á Evrópumeistaramótinu í Ungverjalandi og Slóvakíu. Þetta er níunda stórmótið sem íslenska landsliðið byrjar á tveimur sigurleikjum. Íslensku strákarnir hafa unnið þriðja leikinn í helmingi tilfella eða í fjögur skipti af átta. Það þarf ekki að fara lengra aftur en á síðasta Evrópumót til að finna síðustu draumabyrjun íslenska liðsins. Strákarnir unnu þá Dani og Rússa í tveimur fyrstu leikjum sínum en töpuðu síðan á móti Ungverjum í þriðja leiknum. Það kom ekki að sök því íslenska liðið fór áfram upp úr riðlinum með Ungverjum en Danir sátu eftir. Ísland tapaði aftur á móti fjórum af fimm leikjum sínum eftir þessa tvo sigurleiki í byrjun móts og endaði því aðeins í ellefta sæti. Þetta verður í fjórða skiptið sem Ísland mætir Ungverjum í þriðja leik með fullt hús. Það gerðist einnig á HM 1964 þegar Ísland tapaði 12-21 og sat eftir sem og þegar Ísland vann Ungverja í þriðja leik sínum á HM á Íslandi 1995. Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er í þessari stöðu í sjöunda sinn á ferli sínum með íslenska landsliðinu. Hann vann tvo fyrstu leikina á ÓL í Seoul 1988 sem leikmaður og þetta er síðan í sjötta sinn sem hann stýrir íslenska liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum á stórmóti. Hér fyrir neðan má sjá þegar íslenska landsliðið hefur byrjað svona vel á stórmótum. HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
HM 1964 í Tékkóslóvakíu - Ísland endaði í 9. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Egyptalandi (16-8) og Svíþjóð (12-10) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjum (12-21) -- ÓL 1988 í Seoul - Ísland endaði í 8. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (22-15) og Alsír (22-16) Leikur þrjú: Tap fyrir Svíum (14-20) -- HM 1995 á Íslandi - Ísland endaði í 14. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Bandaríkjunum (27-16) og Túnis (25-21) Leikur þrjú: Sigur á Ungverjum (23-20) -- HM 2003 í Portúgal - Ísland endaði í 7. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ástralíu (55-15) og Grænlandi (30-17) Leikur þrjú: Sigur á Portúgal (29-28) -- ÓL 2008 í Peking - Ísland endaði í 2. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Rússlandi (33-31) og Þýskalandi (33-29) Leikur þrjú: Tap fyrir Suður-Kóreu (21-22) -- HM 2011 í Svíþjóð - Ísland endaði í 6. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Ungverjalandi (32-26) og Brasilíu (34-26) Leikur þrjú: Sigur á Japan (36-22) -- ÓL 2012 í London - Ísland endaði í 5. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Argentínu (31-25) og Túnis (32-22) Leikur þrjú: Sigur á Svíþjóð (33-32) -- EM 2020 í Noregi, Austurríki og Svíþjóð - Ísland endaði í 11. sæti Fyrstu tveir: Sigrar á Danmörku (31-30) og Rússlandi (34-23) Leikur þrjú: Tap fyrir Ungverjalandi (18-24) -- EM 2022 í Ungverjalandi og Slóvakíu Fyrstu tveir: Sigrar á Portúgal (28-24) og Hollandi (29-28) Leikur þrjú: Á móti Ungverjalandi á morgun
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Stjarnan - Tindastóll 103-74| Andlegt gjaldþrot gestanna í Garðabæ Körfubolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti Uppgjör: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn Íslenski boltinn Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Uppgjör: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita