Skýrsla Henrys: Harðlífi gegn Hollendingum Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. janúar 2022 23:02 Janus Daði var ískaldur á bekknum en kom sjóðheitur inn og bjargaði málunum. Frábær frammistaða. vísir/epa Leikur Íslands og Hollands reyndi á taugar landans og eflaust eru margir með minna hár eftr leikinn en þeir voru með fyrir hann. Spennutryllir en allt fór vel að lokum. Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Strax í fyrri hálfeik var bras á okkar mönnum. Okkar menn ekki nógu agaðir á báðum endum. Tapaðir boltar og óþarfa brottvísanir sáu til þess að Holland komst fljótt yfir. Maður fékk á tilfinninguna að þetta væri allt aðeins of þvingað. Eins og svo oft í leikjum Íslands gegn andstæðingi sem á að vera lakari. Það vantaði grimmdina, áræðnina og ekki síst leikgleðina. Hafa gaman af þessu. Menn voru fullstífir fyrir minn smekk. Strákarnir leiddu í hálfleik 15-13 þó svo Holland hafi aðeins verið með einn varinn bolta á móti sex okkar megin. Ísland var með sjö tapaða bolta. Það var í raun óþolandi að okkar menn væru ekki með fimm plús marka forskot í hálfleik því það var svo sannarlega tækifæri á því. Það var léttara yfir strákunum í upphafi síðari hálfleiks og fimm marka forskot, 20-15, er sex mínútur voru búnar af hálfleiknum. Þá hugsaði maður jæja þetta er loksins komið. Nú verður valtað yfir Hollendingana. Þá gleymdi ég því í augnablik að Ísland er besta lið í heimi að gera svona leiki spennandi. Eins og við mátti búast fór Erlingur, þjálfari Hollands, í hina rómuðu 5-1 vörn sem ÍBV spilar alla jafna frábærlega. Hún gekk fullkomlega upp því það kom fát á okkar menn sem misstu leikinn úr höndunum. Algjört harðlífi en mögnuð innkoma Janusar Daða af bekknum losaði um stífluna og sá til þess að drengirnir kreistu út sigur. Auðvitað skipta stigin öllu máli þegar upp er staðið en það var algjör óþarfi að missa þennan leik svona úr höndunum. Það var einfaldlega lélegt svo það sé nú sagt. Lykilmenn geta betur. Ómar Ingi var algjörlega heillum horfin lengst af en hætti ekki og mataði félagana þó svo mörkin kæmu ekki. Töpuðu boltarnir voru allt of margir og hann verður að gera betur í svona leik. Aron Pálmarsson steig upp er á þurfti að halda en var allt of mistækur og mörg léleg skot. Gísli Þorgeir var flottur og innkoma Janusar Daða breytti síðan öllu. Fyrir hönd íslensku þjóðarinnar, takk Janus! Björgvin varði ágætlega framan af og tók lykilbolta í lokin. Viktor Gísli komst aldrei í gang. Þó svo Guðmundur hafi sagt eftir leik að hann væri heilt yfir ánægður með vörnina þá var hún ekki til útflutnings í þessum leik. Hollendingar fengu aragrúa af opnum skotum og það hefði verið gaman að sjá liðið prófa að bakka aðeins gegn þessu léttleikandi liði. Þó ekki væri nema í nokkrar sóknir. Sigvaldi Björn Guðjónsson heldur áfram að blómstra og var bestur í íslenska liðinu. Skoraði hvert gullmarkið á fætur öðru. Unaður að fylgjast með honum. Það að hafa misst þennan leik niður í aðeins eins marks sigur gæti bitið liðið í bossann þegar upp er staðið. Aftur á móti eftir að hafa fylgst með Ungverjum þá geri ég þá kröfu að strákarnir okkar þaggi niður í 20 þúsund manns á þriðjudag og vinni Ungverja. Þeir eru nefnilega betri en heimamenn.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Íslenski boltinn „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Körfubolti Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Enski boltinn „Við verðum bara að horfast í augu við sannleikann“ Sport Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Íslenski boltinn Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York Körfubolti Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Fótbolti Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita