Íslendingar á varamannabekkjum | Alfreð spilaði sínar fyrstu mínútur í tvo mánuði Atli Arason skrifar 16. janúar 2022 17:31 Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson, Þórir Jóhann Helgason og Albert Guðmundsson þurftu allir að sætta sig við að byrja leiki sinna liða í dag meðal varamanna. Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti. Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Alfreð Finnbogason kom inn af varamannabekknum í jafntefli gegn Frankfurt en þetta voru fyrstu mínútur Alfreðs síðan hann spilaði 45 mínútur gegn Wolfsburg þann 6. nóvember á síðasta ári. Eintracht Frankfurt gerði fyrsta mark leiksins á 22. mínútu en Rafael Borre stingur boltanum þá í gegnum vörn Augsburg á Daichi Kamada sem var þá kominn einn í gegn og klárar vel fram hjá Gikiewicz í marki Augsburg. Augsburg jafnar metin á 38. mínútu þegar Michael Gregoritsch er fyrstur að átta sig þegar boltinn dettur niður inn í vítateig Frankfurt. Gregoritsch skilar boltanum snyrtilega í net Frankfurt og allt orðið jafnt aftur. Síðari hálfleikur var frekar rólegur en á 84. mínútu er Alfreð Finnbogasyni skipt inn á og tíu mínútum síðar, eða í uppbótatíma leiksins, kemst Florian Niederlechner einn í gegnum vörn Frankfurt eftir stungusendingu Alfreðs með hælnum. Niederlechner sem var einn gegn markverði fer illa af ráði sínu og skaut beint á Ramaj, markvörð Frankfurt. Því voru lokatölur leiksins 1-1. Augsburg er í 15. sæti deildarinnar með 19 stig eftir jafnteflið, einu stigi frá öruggu sæti. Eintracht Frankfurt klifrar upp í 8. sætið með 28 stig. Venezia 1 - 1 Empoli Arnór Sigurðsson, leikmaður Veneziavísir/Getty Arnór Sigurðsson sat allan tímann á varamannabekk Venezia sem gerði 1-1 jafntefli við Empoli í ítölsku Serie A í dag. Nýjasti leikmaður Venezia, Portúgalinn Nani, byrjaði leikinn einnig á bekknum með Arnóri en Nani kom inn á völlinn á 72. mínútu þegar Venezia var marki undir. Mínútu síðar leggur Nani upp mark fyrir David Okereke sem jafnar metin og þar við sat. Venezia er eftir jafnteflið með 18 stig í 17. sæti en Empoli er í 11. sæti með 29 stig. Pordenone 0 - 1 Lecce Þórir Jóhann Helgason í landsliðstreyjunniVísir/Jónína Guðbjörg Þórir Jóhann Helgason lék í 8 mínútur með Lecce á útivelli gegn Pordenone í ítölsku Serie B. Þórir kom inn af varamannabekknum á 83. mínútu í stöðunni 0-1 fyrir Lecce en gestirnir voru einnig manni fleiri. Með sigrinum fer Lecce í 34 stig í 5. sætið, fjórum stigum á eftir Hirti Hermanns og félögum í Pisa, sem eru í topp sæti deildarinnar. Lecce á leik til góða á öll lið fyrir ofan sig í deildinni. Sittard 1 - 2 AZ Alkmaar Albert Guðmundsson í leik með AZ Alkmaar Albert Guðmundsson byrjaði einnig á varamannabekknum hjá liði sínu AZ Alkmaar sem átti leik gegn Sittard á útivelli í hollensku Eredivisie. AZ komst í 0-2 með tveimur mörkum sitt hvoru megin við hálfleikinn áður en Albert kom inn á völlinn á 80. mínútu leiksins fyrir Hollendinginn Jordy Clasie. Heimamönnum í Sittard tekst að minnka muninn á 85. mínútu en nær komust þeir ekki. Lokatölur 1-2 fyrir AZ Alkmaar. Með sigrinum klifrar AZ upp yfir Twente í töflunni og er nú komið í 5. sæti með 35 stig. Sittard er á sama tíma í 17. og næst síðasta sæti deildarinnar með 13 stig, 5 stigum frá öruggu sæti.
Þýski boltinn Ítalski boltinn Hollenski boltinn Mest lesið Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn Leik lokið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Handbolti Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Sópur á lofti í Garðabæ Körfubolti María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Fótbolti Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Íslenski boltinn Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Enski boltinn Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Fótbolti Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Leik lokið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ „Kom bara í hörkustandi inn í þennan leik“ Þórir og félagar nældu í mikilvægt stig gegn Atalanta Uppgjörið: Valur - Þór/KA 3-0| Valur kláraði dæmið í síðari hálfleik Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 1-2 | Ótrúleg endurkoma Garðbæinga Stoðsending Sverris dugði skammt Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Skytturnar skutu sér í úrslit Meistaradeildarinnar Tíu Juventusmenn kláruðu sitt Stefán Ingi og Sveinn Aron skoruðu í Íslendingaslögum „Ég á nokkuð mörg mörk miðað við hafsent“ Ísak Andri með tvær stoðsendingar í sigri Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City Uppgjörið: FH - FHL | Miðvörðurinn Arna skoraði tvö og Maya gerði út af við leikinn Uppgjörið: Vestri-Breiðablik 0-1 | Höskuldur hetja Blika annan leikinn í röð Uppgjörið: KA - FH 3-2 | Fyrsti sigur KA en FH-ingar enn á botninum Sjá meira
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn
Leik lokið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Íslenski boltinn