Heimavinnublús sem talinn var úr sögunni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 15:01 Þórólfur Guðnason spilar á bassa og syngur. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er einn af átta sem láta í sér heyra í laginu „Heimavinnublús“ sem sett hefur verið í birtingu á YouTube rúmu ári eftir upptöku. Forsprakki verkefnisins segist aldrei hafa átt von á því að tilefni yrði til að birta lagið. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að samkomutakmarkir yrðu hertar á miðnætti. Tíu mega almennt koma saman í samfélaginu, börum verður lokað og aftur verður ráðist í styrki til þeirra sem verða fyrir miklum áhrifum af sóttvarnaaðgerðum. Leifur Geir Hafsteinsson hefur áður stigið fram með tónlistaratriði tengd Covid-19 faraldrinum þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur tekið þátt. Nú hefur litið dagsins ljós lagið „Heimavinnublús“ sem hann segir fjalla á tragíkómískan hátt um raunir þess að vera fastur í heimavinnu til lengri tíma og auðvitað áhrifin sem félagslega einangrunin getur haft á okkur öll í þessu erfiða ástandi. „Við gerðum þennan texta í desember 2020 þegar væntingar um lok faraldursins voru miklar, og datt þá aldrei í hug að 13 mánuðum seinna yrðu margfalt fleiri dagleg COVID smit en nokkru sinni fyrr og yfirvöld enn að setja á 10 manna samkomutakmarkanir. En sú er staðan og því ákváðum við að drífa þetta út í þeirri von að það gleðji einhverja.“ Leifur Geir minnir á að þó efnistökin séu húmorísk sé undirtónninn alvarlegur því einangrun frá hverju öðru getur haft ýmis óheppileg áhrif á okkur. „Við viljum því minna ykkur á að sýna hvert öðru kærleika, umburðarlyndi og stuðning á þessum erfiðu tímum.“ Textann gerðu þeir bræður Leifur Geir og Birgir Hrafn Hafsteinssynir en lagið er eftir Katie Peterson, sem er ein af meðlimum The Petersons, alveg frábærrar fjölskyldu-bluegrass-sveitar að sögn Leifs Geirs. Lagið heitir „The ring song“ í upprunalegri útgáfu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Tengdar fréttir Þórólfur fær lag og myndband í afmælisgjöf „Elsku Þórólfur okkar, innilega til hamingju með afmælisdaginn frá vinum þínum og vandamönnum í tónlistarhópnum Vinir og vandamenn.“ 28. október 2020 09:00 Snýst ekki um hlátursköst og „hæfæv“ á göngunum Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða og aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði hefur sýnt sig að gagnist vel til að byggja upp vellíðan og ánægju starfsfólks. 15. október 2020 12:31 Þríeykið flutti kórónuveirulagið Eftir síðasta upplýsingafund almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í dag fór fram sérstök athöfn þar sem húsnæði Almannavarnardeild var opnað á nýjan leik. 25. maí 2020 16:12 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í morgun að samkomutakmarkir yrðu hertar á miðnætti. Tíu mega almennt koma saman í samfélaginu, börum verður lokað og aftur verður ráðist í styrki til þeirra sem verða fyrir miklum áhrifum af sóttvarnaaðgerðum. Leifur Geir Hafsteinsson hefur áður stigið fram með tónlistaratriði tengd Covid-19 faraldrinum þar sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur tekið þátt. Nú hefur litið dagsins ljós lagið „Heimavinnublús“ sem hann segir fjalla á tragíkómískan hátt um raunir þess að vera fastur í heimavinnu til lengri tíma og auðvitað áhrifin sem félagslega einangrunin getur haft á okkur öll í þessu erfiða ástandi. „Við gerðum þennan texta í desember 2020 þegar væntingar um lok faraldursins voru miklar, og datt þá aldrei í hug að 13 mánuðum seinna yrðu margfalt fleiri dagleg COVID smit en nokkru sinni fyrr og yfirvöld enn að setja á 10 manna samkomutakmarkanir. En sú er staðan og því ákváðum við að drífa þetta út í þeirri von að það gleðji einhverja.“ Leifur Geir minnir á að þó efnistökin séu húmorísk sé undirtónninn alvarlegur því einangrun frá hverju öðru getur haft ýmis óheppileg áhrif á okkur. „Við viljum því minna ykkur á að sýna hvert öðru kærleika, umburðarlyndi og stuðning á þessum erfiðu tímum.“ Textann gerðu þeir bræður Leifur Geir og Birgir Hrafn Hafsteinssynir en lagið er eftir Katie Peterson, sem er ein af meðlimum The Petersons, alveg frábærrar fjölskyldu-bluegrass-sveitar að sögn Leifs Geirs. Lagið heitir „The ring song“ í upprunalegri útgáfu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tónlist Tengdar fréttir Þórólfur fær lag og myndband í afmælisgjöf „Elsku Þórólfur okkar, innilega til hamingju með afmælisdaginn frá vinum þínum og vandamönnum í tónlistarhópnum Vinir og vandamenn.“ 28. október 2020 09:00 Snýst ekki um hlátursköst og „hæfæv“ á göngunum Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða og aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði hefur sýnt sig að gagnist vel til að byggja upp vellíðan og ánægju starfsfólks. 15. október 2020 12:31 Þríeykið flutti kórónuveirulagið Eftir síðasta upplýsingafund almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í dag fór fram sérstök athöfn þar sem húsnæði Almannavarnardeild var opnað á nýjan leik. 25. maí 2020 16:12 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Hálft ár af hári Lífið Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Þórólfur fær lag og myndband í afmælisgjöf „Elsku Þórólfur okkar, innilega til hamingju með afmælisdaginn frá vinum þínum og vandamönnum í tónlistarhópnum Vinir og vandamenn.“ 28. október 2020 09:00
Snýst ekki um hlátursköst og „hæfæv“ á göngunum Ánægt starfsfólk eru bestu meðmælendur vinnustaða og aðferðarfræði jákvæðrar sálfræði hefur sýnt sig að gagnist vel til að byggja upp vellíðan og ánægju starfsfólks. 15. október 2020 12:31
Þríeykið flutti kórónuveirulagið Eftir síðasta upplýsingafund almannavarna vegna kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum í dag fór fram sérstök athöfn þar sem húsnæði Almannavarnardeild var opnað á nýjan leik. 25. maí 2020 16:12