Ný veiðisvæði hjá Fish Partner Karl Lúðvíksson skrifar 14. janúar 2022 09:15 Fish Partner hefur gert samning um veiðirétt í Fossálum og einnig efri hluta árinnar sem nefnist Þverá og síðar Öðulbrúará. Veiðisvæðið mun því taka stakkaskiptum og stækka gríðarlega en efra svæðið er geysi fagurt og er hluti svæðisins á skrá UNESCO. Það svæði hefur verið algerlega lokað almenningi og eingöngu nýtt af landeigendum í áraraðir. Til að krydda þetta en frekar þá er neðsti hluti Fossálana einnig inni í veiðisvæðinu (ekki Vatnamót) þannig að áin er orðin ein heild en ekki bútaskipt eins og áður var. Það verður eingöngu veitt á flugu hér eftir og öllum fiski sleppt. Húsakostur mun verða til mikilla fyrirmynda en gamli bærinn þverá verður tekinn í gegn og klassaður upp í gæða gistingu. Húsið verður ekki klárt fyrir vorið þannig að lítið hús í Hörgslandi mun fylgja leyfum í vorveiðinni. Þetta er kærkomin viðbót fyrir fyrir veiðimenn og spennandi verkefni þar sem veiða sleppa er nú einnig í Vatnamótum. Stangveiði Mest lesið Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði
Veiðisvæðið mun því taka stakkaskiptum og stækka gríðarlega en efra svæðið er geysi fagurt og er hluti svæðisins á skrá UNESCO. Það svæði hefur verið algerlega lokað almenningi og eingöngu nýtt af landeigendum í áraraðir. Til að krydda þetta en frekar þá er neðsti hluti Fossálana einnig inni í veiðisvæðinu (ekki Vatnamót) þannig að áin er orðin ein heild en ekki bútaskipt eins og áður var. Það verður eingöngu veitt á flugu hér eftir og öllum fiski sleppt. Húsakostur mun verða til mikilla fyrirmynda en gamli bærinn þverá verður tekinn í gegn og klassaður upp í gæða gistingu. Húsið verður ekki klárt fyrir vorið þannig að lítið hús í Hörgslandi mun fylgja leyfum í vorveiðinni. Þetta er kærkomin viðbót fyrir fyrir veiðimenn og spennandi verkefni þar sem veiða sleppa er nú einnig í Vatnamótum.
Stangveiði Mest lesið Sniðug jólagjöf fyrir veiðimenn, göngufólk og golfara Veiði Fín byrjun í Straumfjarðará Veiði Hugsar þú vel um veiðibúnaðinn? Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Fyrsti lax sumarsins kominn á land í Ytri Rangá Veiði 99 laxa dagur í Miðfjarðará í gær Veiði Miklir möguleikar í vetrarveiði á Íslandi Veiði Lítil veiði á Þingvöllum Veiði Fjórir í framboði fyrir þrjú sæti í stjórn SVFR Veiði Langá opnaði í morgun með tveimur löxum Veiði