„Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. janúar 2022 16:31 Athletic Bilbao bræðurnir Nico Williams og Inaki Williams fagna með móður sinni eftir leikinn en hún flaug til Sádí Arabíu til að horfa á strákana sína spila. AP/Hassan Ammar Athletic Bilbao sló Atletico Madrid óvænt út úr spænska Ofurbikarnum í gær og tryggði sér um leið úrslitaleik á móti Real Madrid. Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022 Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira
Hetja Athletic Bilbao var táningurinn Nico Williams sem skoraði sigurmarkið níu mínútum fyrir leikslok en stórlið Atletico Madrid hafði komist yfir í leiknum. Real Madrid vann 3-2 sigur á Barcelona í hinum undanúrslitaleiknum og úrslitaleikurinn fer fram á sunnudaginn. Fjögur lið fá þátttöku í spænska Ofurbikarnum sem er spilaður í Sádí Arabíu en það eru tvö efstu liðin í deildinni og í spænska bikarnum frá síðustu leiktíð. 19-year-old Nico Williams scored the winner for Athletic Club with his brother Inaki on the pitch with him and his mother in the crowd Fam pic.twitter.com/hmlujqne8Y— International Champions Cup (@IntChampionsCup) January 13, 2022 Nico Williams er nítján ára gamall og á sínu fyrsta alvöru tímabili með aðalliði Athletic Bilbao. Eldri bróðir hans, Inaki Williams, hefur spilað með liðinu undanfarin átta ár og er sá sem hefur spilað flesta leiki í röð í spænsku deildinni án þess að missa úr leik. „Það eru miklar tilfinningar í gangi hjá mér núna,“ sagði Nico Williams eftir leikinn. ¡TREMENDO MOMENTO EN LA SUPERCOPA DE ESPAÑA! Nico Williams le da la ventaja al Athletic sobre el Atlético y celebra entre lágrimas de alegría con su hermano Iñaki. En las tribunas, también su madre no pudo contener el llanto. pic.twitter.com/D6IVMgd8JP— Fuera de Juego (@ESPN_FDJ) January 13, 2022 „Ég vona að það verði fleiri svona ánægjustundir. Ég er svo ánægður að fá að upplifa þetta með bróður mínum og móður minni sem kom og faðmaði okkur bræðurna í leikslok,“ sagði Nico. „Mamma sagði mér að ég ætti þetta skilið. Ég mun aldrei gleyma faðmlaginu frá bróður mínum eftir að ég skoraði markið,“ sagði Nico. Nico Williams hefur ekki náð að skora í spænsku deildinni í vetur en hann skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Mancha Real í spænska bikarnum í byrjun nýs árs. Árið 2022 fer því vel af stað hjá stráknum. 19-year-old Nico Williams, brother of Athletic Club legend Inaki Williams, scored an 81st minute, from 1-0 down, to go into the Supercopa final against Real Madrid C.F..Their mother flew out to the game and watch her sons celebrate together Ballers pic.twitter.com/wyjqq0VYQb— GiveMeSport (@GiveMeSport) January 14, 2022
Spænski boltinn Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Sport Jorge Costa látinn Fótbolti Eir og Ísold mæta á EM Sport Fleiri fréttir Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Sjá meira