Talmeinafræðingar sitja auðum höndum á meðan biðlistinn lengist Brynhildur Þöll Steinarsdóttir og Brynja Dögg Hermannsdóttir skrifa 12. janúar 2022 14:31 Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Þann 14. desember síðastliðinn færðust stór bros yfir mörg andlit og hamingjuóskum rigndi yfir okkur, nýlega útskrifaða talmeinafræðingana, þegar frétt birtist með fyrirsögninni „Skilyrði um tveggja ára starfsreynslu talmeinafræðinga afnumið“. En hvað svo? Það er vægt til orða tekið þegar sagt er að við biðum með eftirvæntingu eftir því að fá nýjan heilbrigðisráðherra, Willum Þór, til liðs við okkur. Báðar höfum við útskrifast með meistaragráðu í talmeinafræði, sótt okkur handleiðslu í sex mánuði eins og lagt er upp með og hlotið starfsleyfi frá Landlæknisembættinu. Tveggja ára ákvæði í rammasamningi talmeinafræðinga við Sjúkratryggingar Íslands (SÍ) kemur þó í veg fyrir að við getum unnið vinnuna okkar. Væntingar voru bundnar við það að nýi heilbrigðisráðherrann tæki af skarið, stæði með þeim sem bíða þjónustunnar og hætt yrði að standa í vegi fyrir nýliðun í annars fámennri stéttinni. Nú höfum við stöllur svo að segja setið auðum höndum frá því á vormánuðum ´21 þegar handleiðslutímabilinu lauk. Þau fjölmörgu börn, sem við þjónustuðum á því tímabili, fóru aftur á biðlistann og enn bætist jafnt og þétt á þann lista. Á haustmánuðum völdum við að fara til hliðar við kerfið, bjóða sjúkratryggðum að borga sjálfir fyrir þjónustuna sem þeir annars eiga rétt á að fá gjaldfrjálsa, og það þykir okkur langt í frá óskastaða. Eins og allir geta gert sér í hugarlund hafa margir foreldrar ekki tök á að borga fyrir slíkt úr eigin vasa. Aðstaðan okkar er til fyrirmyndar. Við höfum til umráða sitt hvora skrifstofuna á Akureyri og deilum húsnæði með þremur reynslumiklum talmeinafræðingum, boðnum og búnum til skrafs og ráðagerða þegar svo ber undir. Og okkar bíða í heildina um 200 börn! En starfinu okkar getum við ekki sinnt, vegna tveggja ára ákvæðisins. Hugmyndafræði snemmtækrar íhlutunar að engu orðin en allir vita að vandinn hverfur ekki sí svona. Eða svo vísað sé í orð Willums: „Það skiptir miklu að hægt sé að veita þessum börnum þjónustu eins fljótt og kostur er. Annars er viðbúið að vandi þeirra aukist og verði alvarlegri eftir því sem tíminn líður sem eykur enn frekar á þjónustuþörfina.“ Við viljum fá að vinna vinnuna okkar. Við viljum veita þeim sem þurfa á talþjálfun að halda þjónustu við hæfi í stað þess að geyma þau á bekknum og okkur á hliðarlínunni. Enn sem komið er virðist engin lausn í sjónmáli. SÍ hefur ekki tekið út tveggja ára ákvæðið en stillir talmeinafræðingum upp við vegg með óraunhæfum kröfum og ætlast til að þær verði skilyrðislaust settar inn í samning í stað tveggja ára ákvæðisins. Á sama tíma eru hugmyndir og tillögur talmeinafræðinga að lausnum hunsaðar. Við viljum síst trúa því að um vinsældarákvörðun ráðherra hafi verið að ræða, en það er í höndum hans að fylgja þessu mikilvæga máli eftir. Það er einlæg ósk okkar að tveggja ára ákvæðið verði strax afnumið og í kjölfarið verði haldið áfram með samningaviðræður á milli talmeinafræðinga og SÍ. Höfundar eru talmeinafræðingar á Akureyri.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun