Fyrrverandi Britney á skilorði vegna ofsókna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 17:52 Jason Alexander hefur verið dæmur í eins árs skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Vísir/Getty Jason Alexander, fyrrverandi eiginmaður poppstjörnunnar Britney Spears, hefur verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi. Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Síðasta hálfa ár hefur verið mjög gott fyrir poppstjörnuna, sem losnaði úr heljargreipum föður síns í nóvember síðastliðnum en hann hafði þá farið með forræði yfir henni í tæp fjórtán ár. Annað virðist þó uppi á teningnum hjá Jason Alexander, fyrrverandi eiginmanni Britney. Glöggt Hollywood-áhugafólk man eflaust að Britney og Alexander voru í sambandi árið 2004 og giftu sig í Las Vegas eftir nokkurra mánaða samband. Hjónabandið varði þó ekki lengi en það var ógilt 55 klukkustundum síðar. Alexander hefur haldið því fram að teymið á bak við Britney hafi neytt þau til að skilja og komið í veg fyrir að þau gætu átt í samskiptum eftir sambandsslitin. Síðastliðið ár hefur greinilega reynst Alexander erfitt. Í janúar í fyrra var hann tekinn fyrir ölvunarakstur og fundust fíkniefni þar að auki í fórum hans. Þá var hann handtekinn fyrir að fara inn á öryggissvæði á flugvellinum í Nashville í ágúst. Nú hefur hann verið dæmdur í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ofsóknir. Samkvæmt lögregluembættinu í Franklin var hann handtekinn 30. desember og fluttur í fangelsið í Williamson héraði í Tennessee. Kim Helper, saksóknari í Williamson, segir í samtali við slúðurblaðið TMZ að hann hafi játað að hafa ofsótt konu en óvíst er hvernig þau þekkjast, ef þau gera það yfir höfuð. Alexander hefur komist að samkomulagi við saksóknara um refsingu. Hann má engin samskipti hafa við konuna og verður hann látinn gangast undir geðrænt mat og fíkniefnapróf af handahófi.
Hollywood Sjálfræðisbarátta Britney Spears Bandaríkin Tengdar fréttir Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01 Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13 Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22 Mest lesið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Fleiri fréttir „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Sjá meira
Má kjósa, keyra og eignast barn í fyrsta sinn í fjórtán ár Tónlistargoðsögnin Britney Spears fagnaði sigri í sjálfræðisbaráttu sinni um helgina með því að drekka sitt fyrsta kampavínsglas. Undanfarin tæp fjórtán ár hefur Britney nefnilega ekki mátt borða, drekka eða gera nokkuð án þess að fá leyfi frá föður sínum. 17. nóvember 2021 09:01
Britney kennir mömmu sinni um sjálfræðismissinn Ofurstjarnan Britney Spears segist kenna móður sinni um að faðir hennara hafi farið með forræði yfir henni síðustu þrettán ár. Söngkonan hefur lítið sem ekkert haft um fjármál sín eða einkamál að segja þennan rúma áratug. 3. nóvember 2021 16:13
Britney loks orðin frjáls Söngkonan Britney Spears stjórnar lífi sínu loks sjálf aftur að fullu. Dómari í Los Angeles felldi í kvöld niður forræði annarra yfir fjármálum hennar og öðrum ákvörðunum í lífi Spears. Úrskurðurinn hefur þegar tekið gildi. 12. nóvember 2021 22:22