Bréf varaþingmannsins sé hræðsluáróður Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 17:37 Ingveldur Anna Sigurðardóttir og Arnar Þór Jónsson. Vísir Varaþingmaðurinn og lögmaðurinn Arnar Þór Jónsson sendi á dögunum langt opið bréf fyrir hönd samtakanna Ábyrgð og frelsi þar sem kennarar, meðal annarra, voru spurðir hvort þeir vildu bera ábyrgð á bólusetningu grunnskólabarna ef allt færi á versta veg. Annar varaformaður Sambands ungra sjálfstæðismanna segir bréfið hræðsluáróður. Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild. Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ingveldur Anna Sigurðardóttir, annar varaformaður Samband ungra sjálfstæðismanna og annar varaþingmaður Suðurkjördæmis, segir störf Arnars Þórs fyrir Sjálfstæðisflokkinn hingað til hafa verið góð. Margumrædd bréfasending hans vekji þó ekki mikla lukku meðal ungra sjálfstæðismanna. „Störf hans fyrir flokkinn sem varaþingmaður, til dæmis þegar hann settist inn á þing um daginn, þar stóð hann sig bara mjög vel. En með þetta bréf sem er mikið í fjölmiðlum núna, það er ekki í umboði flokksins og við auðvitað stöndum með sérfræðingunum í þessu af því að þeir vita auðvitað best hvað þetta varðar, sérstaklega bólusetningar barna. Ég get ekki ímyndað mér hvaða stöðu hann hefur til að senda þetta bréf til skólastjórnenda,“ segir hún í samtali við fréttastofu. Varaþingmenn séu frjálsir menn Fréttastofa náði tali af Óla Birni Kárasyni, þingflokksformanni Sjálfstæðisflokksins, í morgun en hann vildi ekki tjá sig um málið. Hann sagði varaþingmenn vera frjálsa menn og því væri Arnari Þór frjálst að sinna sínu aðalstarfi sem lögmaður. Ingveldur Anna tekur í sama streng en segir þó að persónulega myndi hún ekki senda út álíka bréf sem varaþingmaður „Þetta stuðlar aðallega að hræðsluáróðri finnst mér, en eins og Óli segir er hann frjáls maður og hann var að gera þetta í krafti síns umboðs en auðvitað er hann varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins. Það væri leiðinlegt að þetta myndi endurspegla aðra þingmenn eða stöðu flokksins hvað þetta varðar. Eins og hefur verið bent á erum við í ríkisstjórn og við erum að setja þessar sóttvarnir fram og þessar reglur og svo framvegis. Að lokum segir Ingveldur að ungir sjálfstæðismenn séu ekki hrifnir af hvers lags hræðsluáróðri og harmi tilhögun Arnars Þórs hvað varðar margumrætt bréf. Vert er að taka fram að stjórn Sambands ungra sjálftæðismanna hefur ekki fundað um málið en það verður gert í vikunni. Því er ofangreint ekki formleg afstaða stjórnarinnar í heild.
Sjálfstæðisflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira