Vinsældir vindmyllunnar komu á óvart og mögulega efni í áramótaskaupið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. janúar 2022 12:15 Vindmyllan féll með braki og brestum. Vísir Stjórnarformaður félagsins sem átti vindmylluna sem féll í gær segir söknuður að myllunni. Vinsældir sprengingarinnar komu honum á óvart og bíður hann nú eftir því að sjá hvort að verkefnið rati í áramótaskaupið. Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“ Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Barátta Landhelgisgæslunnar við vindmylluna í Þykkvabæ í gær vakti mikla athygli en hún fór niður eftir sex sprengjuhleðslur og átta klukkutíma. Ásgeir Margeirsson, stjórnarformaður Háblæs, eiganda vindmyllunar sagði að ákveðið hafi verið að fella vindmylluna eftir að hún brann á nýársnótt, svo koma mætti í veg fyrir tjón vegna vonskuveðurs sem von er á. Ásgeir var sjálfur á staðnum allan tímann í gær og sagði sérstakt að fylgjast með verkefninu. Hann segir að það hafi ekki komið á óvart þó að vindmyllan hafi ekki fallið í fyrstu, annari eða fimmtu tilraun. „Markmiðið var að gera þetta örugglega og án þess að beita óþarflega miklu sprengiefni. Það hefur komið fram að það hefði verið hægt að fella þessa myllu í einni sprengingu með mun meira magni af sprengiefni. Það hefði getað haft slæmar afleiðingar.“ Vinsældir komu á óvart Hann segir að vinsældir sprengingarinnar hafi komið á óvart. „Nei ég átti það nú ekki og eftir á að hyggja þá gleður það að það hafi komið upp umræða og áhugi að fylgjast með þessu. Þetta er óvenjulegt verkefni og hafi fólk haft ánægju af því þá gleður það okkur.“ Ásgeir segir söknuður að vindmyllunni og á hann von á að önnur sambærileg komi í staðinn. Í dag fer fram hreinsun á svæðinu en fyrirtækið Hringrás tekur allt sem féll til jarðar í gær fer með í endurvinnslu. Í ljósi þess að þetta var svona svakalega vinsælt, heldur þú að þetta sé fyrsta atvikið á árinu sem ratar í skaupið? „Hver veit, það er alltaf gaman allt árið að bíða eftir því að sjá hvað kemur í skaupinu.“ „Ég vil nota tækifærið til þess að þakka öllum þeim sem komu að verkinu fyrir þeirra framlag sem var afskaplega mikilvægt til að tryggja öryggi við framkvæmd verksins. Það tókst í raun fullkomlega.“
Vindmyllur í Þykkvabæ Rangárþing ytra Landhelgisgæslan Tengdar fréttir Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47 Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16 Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Baráttu Gæslunnar við vindmylluna lokið Eftir sex tilraunir hafði sprengjusveit Landhelgisgæslunnar loks betur í baráttunni við vindmylluna í Þykkvabæ. Vindmyllan féll til jarðar klukkan um klukkan hálf átta í kvöld, átta klukkustundum eftir að aðgerðir hófust á vettvangi. 4. janúar 2022 19:47
Twitter fylgist með sprengingunum: „Aldrei haldið jafn mikið með neinu og þessari vindmyllu“ Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar hefur í dag gert nokkrar tilraunir til þess að sprengja niður vindmylluna í Þykkvabæ sem eyðilagðist í bruna í miklu roki á nýársdag. Aðgerðir á vettvangi standa nú yfir og eru í beinni útsendingu hér á Vísi. 4. janúar 2022 18:16