Samstarf eða sameining? Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 3. janúar 2022 13:01 Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Garðabær Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Sjá meira
Nær hálft kjörtímabilið sem nú er að líða hefur verið undir áhrifum heimsfaraldurs, sem hefur snert alla starfsemi sveitarfélaga. Framlínufólk í félagsþjónustu og leik- og grunnskólum hefur unnið þrekvirki með því að halda okkar mikilvægustu þjónustu gangandi og tryggja öryggi þeirra sem ekki geta án hennar verið. Við höfum sammælst um að halda samfélaginu í eins föstum skorðum og mögulegt er. Það hefur vissulega reynt á og krafist aukinnar vinnu allra sem að þessari mikilvægu grunnþjónustu koma. Við erum flest á þeirri skoðun að okkur hafi tekist vel til að stýra málum þrátt fyrir alla óvissuna og uppákomurnar sem heimsfaraldur býður upp á. En hvernig fórum við að þessu? Hver er lykillinn að því að sveitarfélögin standa þetta gríðarlega rask af sér, sum laskaðri en önnur en samt upprétt, gefast ekki upp og halda samfélaginu gangandi? Á höfuðborgarsvæðinu er svarið augljóst: Samvinna sveitarfélaga. Með henni hefur nærþjónusta haldist órofin, þar sem sveitarfélögin hafa staðið þétt saman og haldið utan um aðgerðir og útfærslur sem hafa oft verið flóknar og afar krefjandi. Allt til þess gert að skapa íbúum eins eðlilegt daglegt líf og kostur er. Í skólunum, bæði leik- og grunnskólum, er búið að ná góðum tökum á hólfaskiptingum og meiriháttar umbreytingu kennslu með fjarkennslu. Innan félagsþjónustunnar hefur hverri áætlun á eftir annarri verið komið á laggirnar til að tryggja að einstaklingar, sem komast ekki af án þjónustu, geti haldið áfram sínu daglega lífi eins og kostur er. Hér er allt undir, skipulag, útsjónarsemi og faglegur styrkur, samstarf þar sem allir hafa lagst á eitt og ómetanlegt vinnuframlag allra sem að koma í þágu samfélagsins. Það verður seint þakkað að fullu. Undanfarin misseri hafa leitt okkur fyrir sjónir hversu hratt og vel við getum unnið saman, þegar mikið liggur við. Sú staðreynd hlýtur að vera okkur veganesti inn í verkefni sveitarfélaganna næstu misserin. Við eigum að efla samstarfið áfram, setja íbúana og þjónustuna við þá í fyrsta sætið og láta ekki bæjar- eða valdmörk koma í veg fyrir möguleikana á enn betri og öflugri þjónustu. Við þekkjum vel til samstarfs frá fyrri tíð, til dæmis í sorphirðu og almenningssamgöngum og höfum hafið samstarf um stafræna umbreytingu stjórnsýslunnar. Það er risavaxið verkefni sem nær vonandi að nýta reynslu, einfalda kerfi, deila kostnaði og nýta betur skattfé. Við getum hugsað stórt og það eigum við að gera áfram. Húsnæðisuppbygging er enn eitt verkefnið sem sveitarfélögin ættu að tryggja enn frekara samstarf um og deila ábyrgð í uppbyggingu þannig að öllum sé gert kleift að velja sér búsetu óháð efnahag. Aukin samvinna kallar óneitanlega á vangaveltur um annan kost, sem er hugsanleg sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. Heimsfaraldurinn hefur kennt okkur að saman erum við sterkari. Við verðum að hafa þá reynslu í huga, nú þegar við höldum í vonina um að fá til baka frelsið okkar. Gerum betur og gerum það saman. Höfundur er bæjarfulltrúi í Garðabæ.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun