Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Heimir Már Pétursson skrifar 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu fór framarlega í baráttunni fyrir frelsun Nelsons Mandela úr áratuga fangelsi og saman voru þeir virtustu baráttumenn heims fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. AP/Guy Tillim Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo. Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup naut alþjóðlegrar virðingar fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnunni í Suður Afríku og fyrir því að Nelson Mandela fyrsti svarti forseti landsins yrði látinn laus eftir áratuga fangelsisvist. Í morgun var komið með kistu hans í dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg þar sem almenningi gefst kostur á að sýna honum virðingu sína fram að útför á laugardag. Mandla Madela barnabarn Mandela forseta segir afa sinn og Tutu hafi staðið þétt saman um mörg baráttumál. Ættingjar Tutu voru viðstaddir þegar kista hans var lögð við altari dómkirkjunnar. Thabo Makgoba erkibiskupinn í Höfðaborg minntist Tutu á sorgarstundu. „En fyrir kristna er þetta líka stund náðarinnar þar sem við þökkum skaparanum fyrir líf sem var vel lifað,“ sagði Makgoba eftir að hafa fylgt kistu Tutus inn í dómkirkjuna. Fyrir utan kirkjuna söng hópur fólks Tutu til heiðurs. Húmorinn var eitt aðalvopn Desmond Tutu sem sjaldan sást öðruvísi en skælbrosandi þótt málefnin sem hann barðist fyrir væru grafalvarleg. Stephen Moreo biskup af Jóhannesarborg sagði við minningarmessu í dag að Tutu hafi þurft að takast á við áskoranir innan kirkjunnar á níunda og tíunda áratugnum þar sem ekki hafi allir verið sáttir við baráttu hans fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar. Hann hafi verið kallaður ýmsum nöfnum af bæði hvítum og svörtum safnaðarmeðlimum sem hneyksluðust á yfirlýsingum hans eins og um að "Guð væri ekki kristinn." „Hann var sagður vera prestur sem hefði smánað orð Guðs. Hann var sagður spámaður sem blandaði geði með trúlausum eins og kommúnistum og hann var prestur sem auðveldaði samgang við einmitt það fólk,“ sagði Moreo.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Erlent Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Sjá meira
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59