Morant og Memphis skelltu Lakers aftur niður á jörðina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 08:00 LeBron James og Ja Morant voru stigahæstir á vellinum þegar Los Angeles Lakers og Memphis Grizzlies mættust. getty/Justin Ford Eftir langþráðan sigur á Houston Rockets í gær var liði Los Angeles Lakers skellt aftur niður á jörðina þegar það sótti Memphis Grizzlies heim í NBA-deildinni í nótt. Ja Morant skoraði 41 stig fyrir Memphis sem vann fimm stiga sigur, 104-99. Memphis lenti fjórtán stigum undir í seinni hálfleik en gafst ekki upp, kom til baka og vann sinn þriðja leik í röð. Morant fór mikinn í seinni hálfleik þegar hann skoraði 25 stig. Hann skoraði svo tíu af síðustu ellefu stigum Memphis sem er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. LeBron James, afmælisbarn dagsins, skoraði 37 stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Lakers hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Ja Morant and LeBron James became the third pair of opponents in @NBAHistory to each put up 35+ points, 10+ rebounds, and 6+ threes in a game, as Memphis topped LA in a thriller!@JaMorant: 41 PTS, 10 REB, 6 3PM (career high)@KingJames: 37 PTS, 13 REB, 7 AST, 8 3PM pic.twitter.com/F36oQmUqP3— NBA (@NBA) December 30, 2021 Fáliðað lið Los Angeles Clippers sigraði Boston Celtics, 82-91, á útivelli. Marcus Morris skoraði 23 stig fyrir Clippers og þeir Eric Bledsoe, Terance Mann og Luke Kennard sautján stig hver. Jaylen Brown skoraði þrjátíu stig fyrir Boston sem hitti aðeins úr fjórum af 42 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Í annað sinn á þremur dögum vann Chicago Bulls Atlanta Hawks, 131-117. Þetta var fimmti sigur Chicago í röð en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Zach LaVine skoraði 25 stig fyrir Chicago og DeMar DeRozan tuttugu. Nikola Vucevic var með sextán stig og tuttugu fráköst. The @chicagobulls put together a great team effort across the board!@ZachLaVine: 25 PTS, 5 AST, 5 3PM@NikolaVucevic: 16 PTS, 20 REB, 3 STL@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 8 AST@CobyWhite: 17 PTS, 12 AST pic.twitter.com/LhptW2JcQs— NBA (@NBA) December 30, 2021 Trae Young skoraði 26 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Atlanta sem var án fimmtán leikmanna vegna meiðsla og veikinda. Úrslitin í nótt Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Ja Morant skoraði 41 stig fyrir Memphis sem vann fimm stiga sigur, 104-99. Memphis lenti fjórtán stigum undir í seinni hálfleik en gafst ekki upp, kom til baka og vann sinn þriðja leik í röð. Morant fór mikinn í seinni hálfleik þegar hann skoraði 25 stig. Hann skoraði svo tíu af síðustu ellefu stigum Memphis sem er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. LeBron James, afmælisbarn dagsins, skoraði 37 stig fyrir Lakers og tók þrettán fráköst. Lakers hefur tapað sex af síðustu sjö leikjum sínum. Ja Morant and LeBron James became the third pair of opponents in @NBAHistory to each put up 35+ points, 10+ rebounds, and 6+ threes in a game, as Memphis topped LA in a thriller!@JaMorant: 41 PTS, 10 REB, 6 3PM (career high)@KingJames: 37 PTS, 13 REB, 7 AST, 8 3PM pic.twitter.com/F36oQmUqP3— NBA (@NBA) December 30, 2021 Fáliðað lið Los Angeles Clippers sigraði Boston Celtics, 82-91, á útivelli. Marcus Morris skoraði 23 stig fyrir Clippers og þeir Eric Bledsoe, Terance Mann og Luke Kennard sautján stig hver. Jaylen Brown skoraði þrjátíu stig fyrir Boston sem hitti aðeins úr fjórum af 42 þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Í annað sinn á þremur dögum vann Chicago Bulls Atlanta Hawks, 131-117. Þetta var fimmti sigur Chicago í röð en liðið er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Zach LaVine skoraði 25 stig fyrir Chicago og DeMar DeRozan tuttugu. Nikola Vucevic var með sextán stig og tuttugu fráköst. The @chicagobulls put together a great team effort across the board!@ZachLaVine: 25 PTS, 5 AST, 5 3PM@NikolaVucevic: 16 PTS, 20 REB, 3 STL@DeMar_DeRozan: 20 PTS, 8 AST@CobyWhite: 17 PTS, 12 AST pic.twitter.com/LhptW2JcQs— NBA (@NBA) December 30, 2021 Trae Young skoraði 26 stig og gaf ellefu stoðsendingar fyrir Atlanta sem var án fimmtán leikmanna vegna meiðsla og veikinda. Úrslitin í nótt Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis 104-99 LA Lakers Boston 82-91 LA Clippers Chicago 131-117 Atlanta Detroit 85-94 NY Knicks Indiana 108-116 Charlotte Phoenix 115-97 Oklahoma Portland 105-120 Utah Sacramento 95-94 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins