Þórdís Kolbrún einnig með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 28. desember 2021 12:01 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, hefur greinst með Covid-19 og eru þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins nú komnir í einangrun. Þórdís Kolbrún tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að fjögurra manna fjölskyldan hafi öll greinst jákvæð. Allir séu þó fullfrískir og án einkenna og fjölskyldan nú búin að vera saman í einangrun í yfir fimm daga. „Skjátími hefur verið langt umfram almennar reglur á heimilinu. Vinnufundir vegna Covid eru fjarfundir og sem betur fer fengu allir nýjar bækur í jólagjöf og möndlugjöfin var Partý Skellur svo það er hlegið yfir því – og kettinum Ronju sem flækir sig í kastölunum sem við byggjum,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Fámennur ríkisstjórnarfundur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá því fyrr í dag að hún hafi greinst með Covid-19 eftir að hafa farið einkennalaus í PCR-próf vegna ríkisstjórnarfundar. Þá greindist Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær þegar hann fór sömuleiðis í PCR-próf í varúðarskyni vegna fundar ríkisstjórnarinnar. Fimm ráðherrar voru fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í morgun. Kórónuveirufaraldurinn er á mikilli siglingu hér á landi en 836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með veiruna hér á landi á einum sólarhring. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Þórdís Kolbrún tilkynnir þetta í færslu á Facebook-síðu sinni og segir að fjögurra manna fjölskyldan hafi öll greinst jákvæð. Allir séu þó fullfrískir og án einkenna og fjölskyldan nú búin að vera saman í einangrun í yfir fimm daga. „Skjátími hefur verið langt umfram almennar reglur á heimilinu. Vinnufundir vegna Covid eru fjarfundir og sem betur fer fengu allir nýjar bækur í jólagjöf og möndlugjöfin var Partý Skellur svo það er hlegið yfir því – og kettinum Ronju sem flækir sig í kastölunum sem við byggjum,“ skrifar Þórdís Kolbrún. Fámennur ríkisstjórnarfundur Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, greindi frá því fyrr í dag að hún hafi greinst með Covid-19 eftir að hafa farið einkennalaus í PCR-próf vegna ríkisstjórnarfundar. Þá greindist Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, í gær þegar hann fór sömuleiðis í PCR-próf í varúðarskyni vegna fundar ríkisstjórnarinnar. Fimm ráðherrar voru fjarverandi á ríkisstjórnarfundi í morgun. Kórónuveirufaraldurinn er á mikilli siglingu hér á landi en 836 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aldrei áður hafa svo margir greinst með veiruna hér á landi á einum sólarhring. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23 Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32 Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Fleiri fréttir Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Sjá meira
Áslaug Arna bætist í hóp smitaðra ráðherra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur greinst smituð af kórónuveirunni. Hún segist vonast til að á nýju ári verði hægt að horfa til eðlilegri tíma. 28. desember 2021 11:23
Bjarni Benediktsson með Covid-19 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra greindist með Covid-19 í dag. Hann hvetur alla til að sýna varkárni vegna útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 27. desember 2021 21:32