Skeggi hélt áfram að hrella Los Angeles-liðin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. desember 2021 08:01 James Harden minnti heldur betur á sig gegn Los Angeles Clippers. getty/Will Navarro Eftir misjafna frammistöðu á tímabilinu sýndi James Harden allar sínar bestu hliðar þegar Brooklyn Nets vann Los Angeles Clippers, 108-124, í NBA-deildinni í nótt. Harden skoraði 39 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Hvoru tveggja er persónulegt met hjá honum í vetur. Hann fylgdi þar með eftir góðri frammistöðu sinni í sigri Brooklyn á hinu Los Angeles-liðinu, Lakers, á jóladag þar sem hann skoraði 36 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Another night, another huge game in Los Angeles for @JHarden13.He follows up his Christmas Day triple-double with 39 points and 15 assists in tonight's @BrooklynNets win! pic.twitter.com/EWqFjDMY10— NBA (@NBA) December 28, 2021 Nic Claxton og Patty Mills skoruðu átján stig hvor fyrir Brooklyn sem er í efsta sæti Austurdeildarinnar. Liðið í 2. sæti Austurdeildarinnar, Chicago Bulls, vann sinn fjórða leik í röð þegar það sótti Atlanta Hawks heim, 118-130. DeMar DeRozan heldur áfram að spila vel og skoraði 35 stig og gaf tíu stoðsendingar. Zach LaVine var með þrjátíu stig og níu stoðsendingar og Nikola Vucevic skoraði 24 stig og tók sautján fráköst. What a night for this @chicagobulls trio!@DeMar_DeRozan: 35 points, 10 assists (14-20 FGM)@ZachLaVine: 30 points, 9 assists, 5 threes@NikolaVucevic: 24 points, 17 rebounds, 6 assists, 4 blocks, 4 threes pic.twitter.com/LeUiarQKXQ— NBA (@NBA) December 28, 2021 Trae Young sneri aftur í lið Atlanta og skoraði 29 stig og gaf níu stoðsendingar. Cam Reddish var stigahæstur Haukanna með 33 stig. Ja Morant tryggði Memphis Grizzlies sigur á Phoenix Suns, 113-114, í hörkuleik í Arizona. Morant skoraði sigurkörfuna þegar hálf sekúnda var eftir. Ja for the win, through the lens of our slo-mo #PhantomCam @JaMorant: 33 PTS (21 in 2nd half) pic.twitter.com/xZVbN3LSr4— NBA (@NBA) December 28, 2021 Morant lauk leik með 33 stig og Desmond Bane var með 32 stig. Memphis hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. @JaMorant capped off a 33 point night with an unbelievable game winner for the @memgrizz! pic.twitter.com/0LKMqphvwS— NBA (@NBA) December 28, 2021 Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix sem hefur tapað tveimur leikjum í röð en er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt LA Clippers 108-124 Brooklyn Atlanta 118-130 Chicago Phoenix 113-114 Memphis Minnesota 108-103 Boston San Antonio 104-110 Utah Charlotte 123-99 Houston Portland 117-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Harden skoraði 39 stig og gaf fimmtán stoðsendingar. Hvoru tveggja er persónulegt met hjá honum í vetur. Hann fylgdi þar með eftir góðri frammistöðu sinni í sigri Brooklyn á hinu Los Angeles-liðinu, Lakers, á jóladag þar sem hann skoraði 36 stig, tók tíu fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Another night, another huge game in Los Angeles for @JHarden13.He follows up his Christmas Day triple-double with 39 points and 15 assists in tonight's @BrooklynNets win! pic.twitter.com/EWqFjDMY10— NBA (@NBA) December 28, 2021 Nic Claxton og Patty Mills skoruðu átján stig hvor fyrir Brooklyn sem er í efsta sæti Austurdeildarinnar. Liðið í 2. sæti Austurdeildarinnar, Chicago Bulls, vann sinn fjórða leik í röð þegar það sótti Atlanta Hawks heim, 118-130. DeMar DeRozan heldur áfram að spila vel og skoraði 35 stig og gaf tíu stoðsendingar. Zach LaVine var með þrjátíu stig og níu stoðsendingar og Nikola Vucevic skoraði 24 stig og tók sautján fráköst. What a night for this @chicagobulls trio!@DeMar_DeRozan: 35 points, 10 assists (14-20 FGM)@ZachLaVine: 30 points, 9 assists, 5 threes@NikolaVucevic: 24 points, 17 rebounds, 6 assists, 4 blocks, 4 threes pic.twitter.com/LeUiarQKXQ— NBA (@NBA) December 28, 2021 Trae Young sneri aftur í lið Atlanta og skoraði 29 stig og gaf níu stoðsendingar. Cam Reddish var stigahæstur Haukanna með 33 stig. Ja Morant tryggði Memphis Grizzlies sigur á Phoenix Suns, 113-114, í hörkuleik í Arizona. Morant skoraði sigurkörfuna þegar hálf sekúnda var eftir. Ja for the win, through the lens of our slo-mo #PhantomCam @JaMorant: 33 PTS (21 in 2nd half) pic.twitter.com/xZVbN3LSr4— NBA (@NBA) December 28, 2021 Morant lauk leik með 33 stig og Desmond Bane var með 32 stig. Memphis hefur komið skemmtilega á óvart í vetur og er í 4. sæti Vesturdeildarinnar. @JaMorant capped off a 33 point night with an unbelievable game winner for the @memgrizz! pic.twitter.com/0LKMqphvwS— NBA (@NBA) December 28, 2021 Devin Booker skoraði þrjátíu stig fyrir Phoenix sem hefur tapað tveimur leikjum í röð en er enn í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Úrslitin í nótt LA Clippers 108-124 Brooklyn Atlanta 118-130 Chicago Phoenix 113-114 Memphis Minnesota 108-103 Boston San Antonio 104-110 Utah Charlotte 123-99 Houston Portland 117-132 Dallas NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
LA Clippers 108-124 Brooklyn Atlanta 118-130 Chicago Phoenix 113-114 Memphis Minnesota 108-103 Boston San Antonio 104-110 Utah Charlotte 123-99 Houston Portland 117-132 Dallas
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira