Varnarleikur Lakers hvorki fugl né fiskur án Anthony Davis Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. desember 2021 19:00 Anthony Davis er frá vegna meiðsla og verður það næsta mánuðinn eða svo. Kevork Djansezian/Getty Images Los Angeles Lakers hefur ekki verið upp á sitt besta í NBA-deildinni í körfubolta á leiktíðinni en eftir að Anthony Davis meiddist nýverið hefur varnarleikur liðsins verið hrein martröð. Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira
Lakers hefur nú tapað fimm leikjum í röð. Síðasti leikurinn sem Anthony Davis spilaði var í 18 stiga tapi gegn Minnesota Timberwolves þar sem Davis spilaði aðeins 20 mínútur, lokatölur þá 110-92. Sá leikur var upphafið á fimm leikja taphrinu sem er ekki enn lokið. Það sem meira er, varnarleikur liðsins hefur verið gjörsamlega hörmulegur í hverjum einasta leik. Að einhverju leyti má eflaust skrifa það á miklar breytingar milli leikja en flest lið deildarinnar eru að glíma við manneklu sökum Covid-19 og mikið af leikmönnum að taka skóna af hillunni eða stíga upp úr G-League til að spila mínútur hér og þar. In the four games since Anthony Davis went down, the Lakers are allowing 116.9 points per 100 possessions, which would be the worst defense in the league for the full season.— Harrison Faigen (@hmfaigen) December 26, 2021 Það breytir þó ekki þeirri staðreynd að ef síðustu fjórir leikir Lakers-liðsins eru yfirfærðir á tímabilið í heild þá væri liðið með lélegustu vörn deildarinnar. Liðið hefur minnst fengið á sig 108 stig í síðustu fjórum leikjum en mest 138, og það gegn slöku liði San Antonio Spurs. Lið Franks Vogel, þjálfara Lakers, hafa alla tíð verið þekkt fyrir góðan varnarleik. Hans helsta verkefni fyrir yfirstandandi leiktíð var að finna rétta blöndu varnarlega þar sem Lakers liðið er komið til ára sinna. Meðalaldurinn er hár og án Davis er vörn liðsins líkt og gatasigti. Lebron James og Frank Vogel þurfa að finna lausn á vandamálum Lakers og það fljótt.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Eftir að fá á sig 115 stig gegn Chicago Bulls fékk liðið á sig 108 gegn Phoenix Suns. Í kjölfarið kom hörmungin geng Spurs áður en Brooklyn Nets (sem var án Kevin Durant, LeMarcus Aldridge og fleiri leikmanna) setti 122 stig í gær. Alls hefur Los Angeles Lakers fengið á sig 483 stig í síðustu fjórum leikjum sínum. Liðið hefur skorað 110 stig eða meira í þremur af þessum fjórum leikjum en það er ljóst að varnarleikurinn er að kosta liðið. Davis verður frá í mánuð hið minnsta og stóra spurningin er hversu langt Lakers fellur niður töfluna án hans. Liðið er sem stendur í 7. sæti Vesturdeildar með 16 sigra og 18 töp. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Fleiri fréttir Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Sjá meira