Stríðsmennirnir og Sólirnar mætast í jólauppgjöri bestu liða NBA-deildarinnar Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. desember 2021 12:00 Golden State Warriors og Phoenix Suns mætast í NBA-deildinni í kvöld. Ezra Shaw/Getty Images Golden State Warriors og Phoenix Suns eru liðin með besta árangur tímabilsins hingað til í NBA-deildinni í körfubolta. Liðin sitja í fyrsta og öðru sæti Vesturdeildarinnar, en þau mætast einmitt í Phoenix í kvöld. Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Goldes State Warriors situr í öðru sæti Vesturdeildarinnar með rúmlega 81 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og sex töp), en Phoenix Suns trónir á toppnum með tæplega 84 prósent sigurhlutfall (26 sigrar og fimm töp) en hefur leikið einum leik minna. Warriors eru að leika á jóladag níunda árið í röð, en Suns, sem fór alla leið í úrslit á seinasta tímabili, fékk frí á jólunum í fyrra. Leikmenn Warriors fengu rassskellingu á jóladag í fyrr þegar liðið heimsótti Milwaukee Bucks þar sem liðið tapaði með 39 stigum, 138-99. Steve Kerr, þjálfari liðsins, segist ekki vera hoppandi kátur með það að þurfa að vera á ferðalagi önnur jólin í röð Steve Kerr vill að lið þurfi ekki að spila á útivelli á jóladag tvö ár í röð.Ezra Shaw/Getty Images „Yfirleitt líkar mér það að spila á jólunum, það er spennandi,“ sagði Kerr fyrir sigur liðsins gegn Memphis Grizzlies á Þorláksmessu. „Ég elska að spila á heimavelli á jólunum. Þá geturðu átt góðan fjölskyldudag á jóladagsmorgun með krökkunum og farið svo upp í höll seinni partinn. Það er erfitt að vera á ferðalagi yfir jólin, en það er hluti af því að vera í NBA-deildinni.“ „Það er heiður að spila um jólin. Þetta er sýning og það eru allir að horfa. En mér finnst að það eigi að vera regla sem segir að lið þurfi ekki að spila útileiki á jóladag tvö ár í röð.“ Bæði lið hafa unnið á heimavelli Bæði lið eru á góðri siglingu í deildinni. Suns hefur unnið fimm leiki í röð, en gengi liðsins á heimavelli hefur verið enn betra þar sem að liðið hefur unnið seinustu 15 leiki á heimavelli. Þá hefur Golden State Warriors unnið fimm af seinustu sex leikjum sínum. Leikurinn í kvöld verður þriðja viðureign liðana á tímabilinu. Þann 30. nóvember vann Phoenix átta stiga heimasigur, 104-96, þar sem Deandre Ayton og Chris Paul skiluðu báðir tvöfaldri tvennu. Ayton skoraði 24 stig og tók 11 fráköst og Paul skoraði 15 og tók einnig 11 fráköst. Þremur dögum síðar náðu liðsmenn Golden State Warriors fram hefndum með 22 stiga sigri á sínum heimavelli, 118-96, þar sem að Stephen Curry var atkvæðamestur í liði heimamanna með 23 stig. Veiran setur strik í reikninginn en stærstu nöfnin verða með Nú mætast liðin hins vegar undir öðrum kringumstæðum. Golden State Warriors verður án tveggja lykilmanna vegna kórónuveirufaraldursins. Jordan Poole, sem skoraði 28 stig í tapinu gegn Phoenix, verður ekki með, ekki frekar en Andrew Wiggins, sem skilaði 19 stigum í sigri liðsins á heimavelli. Devin Booker verður með Phoenix Suns í þetta sinn.Christian Petersen/Getty Images Stigahæsti leikmaður Phoenix Suns á tímabilinu, Devin Booker, verður hins vegar með liðinu í þetta sinn. Booker tognaði í læri í öðrum leikhluta fyrri viðureignar liðanna í lok nóvember og missti þar af leiðandi af næstu sjö leikjum. Þar á meðal tapinu á útivelli þremur dögum síðar. Frammistaða Booker eftir meiðslin hefur farið stigvaxandi. Hann hefur leikið þrjá leiki eftir að hann kom til baka eftir meiðslin og skoraði í þeim 16, 24 og að lokum 30 stig er liðið lagði Oklahoma City Thunder á Þorláksmessu, 113-101. Viðureign Phoenix Suns og Golden State Warriors verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2, en útsendingin hefst klukkan 21:55. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira