Undanþágur gerðar vegna meðalhófs Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 12:07 Heilbrigðisráðherra hefur sætt gagnrýni vegna undanþága sem hann veitti á nýjum samkomutakmörkunum. Vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn. Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira