Fólk getur skort hugrekki til að framkvæma almennilegt hraðpróf Snorri Másson skrifar 22. desember 2021 22:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir alvarlegt ef hraðpróf eru ekki rétt framkvæmd. Vísir/Vilhelm „Ég held að þetta geti verið bundið við þann sem er að taka prófið. Það þarf ákveðið hugrekki til að setja pinnann alveg inn í nefkokið og það getur vel verið að sumir veigri sér við það. En ég vona ekki samt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Borið hefur á umræðu um ærið misjöfn vinnubrögð umsjónarmanna hraðprófa á ólíkum hraðprófsstöðum í Reykjavík. Sumir rétt strjúka manni í nösina og aðrir keyra pinnann ofan í heila, eins og einn komst að orði. Fréttastofa gerði óformlega könnun á vinnubrögðunum á ólíkum stöðum í dag og við skelltum okkur í hraðpróf: Hraðpróf fyrir viðburði eru að hluta til framkvæmd af einkaaðilum, sem fengu greiddar 240 milljónir króna frá Sjúkratryggingum í október og nóvember. Sú upphæð hefur að líkindum ekki gert nema hækkað síðan. Sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningar yfirvalda kveði á um að sýnin séu tekin úr nefkoki en ekki aðeins nefi. Ef þetta er ekki gert rétt, segir Þórólfur að niðurstöðurnar séu alls ekki öruggar, sem aftur geti gert þetta mjög varasamt; falskt öryggi. Yfirvöld hafa þrátt fyrir ábendingar um misbresti ákveðið að treysta aðilunum fyrir framkvæmdinni, en ekki haft neitt eftirlit með henni. „Ef þetta er ekki gert rétt og margir hafa sent okkur upplýsingar um það, getum við ekki treyst niðurstöðunum. Það er mjög líklegt að þetta geti verið falskt neikvætt próf og það getur verið mjög varasamt,“ segir Þórólfur. Á meðal viðburða sem byggt hafa á hraðprófi, og einnig sérstakri fjöldaundanþágu frá sóttvarnayfirvöldum, eru tónleikar Emmsjé Gauta sem eru haldnir í kvöld og á morgun: Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Borið hefur á umræðu um ærið misjöfn vinnubrögð umsjónarmanna hraðprófa á ólíkum hraðprófsstöðum í Reykjavík. Sumir rétt strjúka manni í nösina og aðrir keyra pinnann ofan í heila, eins og einn komst að orði. Fréttastofa gerði óformlega könnun á vinnubrögðunum á ólíkum stöðum í dag og við skelltum okkur í hraðpróf: Hraðpróf fyrir viðburði eru að hluta til framkvæmd af einkaaðilum, sem fengu greiddar 240 milljónir króna frá Sjúkratryggingum í október og nóvember. Sú upphæð hefur að líkindum ekki gert nema hækkað síðan. Sóttvarnalæknir segir að leiðbeiningar yfirvalda kveði á um að sýnin séu tekin úr nefkoki en ekki aðeins nefi. Ef þetta er ekki gert rétt, segir Þórólfur að niðurstöðurnar séu alls ekki öruggar, sem aftur geti gert þetta mjög varasamt; falskt öryggi. Yfirvöld hafa þrátt fyrir ábendingar um misbresti ákveðið að treysta aðilunum fyrir framkvæmdinni, en ekki haft neitt eftirlit með henni. „Ef þetta er ekki gert rétt og margir hafa sent okkur upplýsingar um það, getum við ekki treyst niðurstöðunum. Það er mjög líklegt að þetta geti verið falskt neikvætt próf og það getur verið mjög varasamt,“ segir Þórólfur. Á meðal viðburða sem byggt hafa á hraðprófi, og einnig sérstakri fjöldaundanþágu frá sóttvarnayfirvöldum, eru tónleikar Emmsjé Gauta sem eru haldnir í kvöld og á morgun:
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01 Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57 Mest lesið Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Erlent Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Innlent Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Fleiri fréttir Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Sjá meira
Forsendur undanþágu fyrir tónleika gildi einnig um veitingahúsin Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir það skjóta skökku við að heilbrigðisyfirvöld hafi veitt tónleikahöldurum undanþágu frá sóttvarnaraðgerðum þar sem samtökin hafi ítrekað óskað eftir undanþágum án árangurs. Forsendur þess að undanþágur voru veittar fyrir tónleikahaldi geti einnig átt við um veitingarekstur. 22. desember 2021 13:01
Bubbi fær undanþágu á Þorláksmessu: „Ég trúi á jólasveininn“ Þorláksmessutónleikar Bubba Morthens fara fram með óbreyttu sniði í Hörpu á fimmtudag þrátt fyrir tilkomu hertra samkomutakmarkanna. Hefur fengist undanþága frá reglunum á grundvelli þess að tónleikahaldarar hafi ekki haft rými til að bregðast við breytingunum með svo stuttum fyrirvara. 21. desember 2021 18:57
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent