Telur líklegt að toppnum hafi verið náð Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2021 13:01 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Egill Verðbólga mælist nú 5,1 prósent og hefur ekki mælst hærri í rúm níu ár. Fasteignaliðurinn vegur þungt í mælingunni en aðrir þættir ýta einnig undir verðbólgu. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka telur að toppnum hafi verið náð. Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“ Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Mæling Hagstofu Íslands sem birt var í morgun sýnir að verðbólga síðastliðna tólf mánuði mælist nú 5,1 prósent en vísitala neysluverðs hækkaði um 0,45 prósent milli mánaða. Verðbólga hefur ekki mælst meiri frá því í júní 2012. Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka, segir mælinguna ekki koma á óvart. „Mælingin er svo sem í takt við spár og væntingar en spár voru á þessu bili, allt frá 0,3 prósent upp í 0,6 prósent,“ segir Jón Bjarki. „Þarna spilar fasteignaverðið nokkuð stóra rullu líkt og fyrri mánuði en góðu heilli er nú að draga úr hækkunum þar, þannig að það er vissulega jákvætt og við teljum ágætar líkur á að þetta gæti verið svolítið toppurinn í verðbólgunni,“ segir Jón Bjarki. Að fasteignaliðnum undanskildum er verðbólgan um þessar mundir 3,3 prósent og því ljóst að fasteignaverð vegi þungt í mælingunni. „Hin mælingin, það er að segja án húsnæðis, er þó til marks um að það sé svona almennt nokkur þrýstingur á verðlag þessa dagana,“ segir Jón Bjarki. Aðrir þættir sem hafa ýtt undir verðbólgu eru til að mynda framboðs hnökrar erlendis og innlendar kostnaðarhækkanir. „Maður hefði meiri áhyggjur ef það væri ekki hægt að skýra að minnsta kosti töluverðan hluta verðbólgunnar núna með þessum tímabundnum þáttum. Meira framboð af húsnæði ætti að draga úr þrýstingnum þar og þessir tímabundnu þættir úti draga líka úr þeim þrýstingi, það er að segja að þeir leysast,“ segir Jón Bjarki. Nokkuð langt er í næstu vaxtaákvörðun Seðlabankans og á Jón Bjarki von á að vextir haldist óbreyttir þangað til, þó að verðbólgan sé mikil að svo stöddu. „Hún er vissulega mikil og er auðvitað ástæða þess að Seðlabankinn er í vaxtahækkunarferli en góðu heilli þá verður þessi toppur vonandi tímabundinn, en ef það verður ekki, ef það fer að grafa um sig viðvarandi verðbólguþrýstingur, þá er það meira áhyggjuefni.“
Verðlag Fasteignamarkaður Efnahagsmál Íslenska krónan Tengdar fréttir Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37 Mest lesið Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Að byrja að vinna á ný í sorg Atvinnulíf Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Viðskipti innlent Stöðva rekstur Vélfags Viðskipti innlent PlayStation 5 slær Xbox 360 við Viðskipti erlent Ótrúlegt að bankarnir hafi komist upp með að „loka sjoppunni“ Neytendur Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Viðskipti innlent Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Íslandsbanki opnar á verðtryggð húsnæðislán á föstum vöxtum Segist ekki svindlari heldur vilja skrá sig í sögubækurnar Illskiljanleg viðmið vinni gegn markmiði Seðlabankans Happy Hydrate seldi fyrir 302 milljónir Hulunni svipt af vaxtaviðmiðinu Grafalvarleg staða Sambíóin í Mjóddinni víkja fyrir Nova Bein útsending: Umræður á seinni degi Sjávarútvegsráðstefnunnar Gætu flýtt fyrir með því að gera við biluðu spennana Ætlað að verða nýtt íslenskt kennileiti á heimsmælikvarða Óvissu á lánamarkaði eytt í byrjun næsta árs Telja viðgerð geta tekið allt að ár Sjá meira
Rætt um að ganga enn lengra en allir sammála um stýrivaxtahækkunina Allir fimm nefndarmenn í peningastefnunefnd Seðlabankans voru sammála tillögu Seðlabankastjóra um að hækka stýrivexti um 0,5 prósentustig í nóvember. Rætt var þó um að hækka þá enn meira. 2. desember 2021 07:37
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent
Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ Viðskipti erlent