Hafa vísað 27 frá Íslandi vegna skorts á gögnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. desember 2021 15:57 Lögregla er reglulega kölluð til á Keflavíkurflugvelli þegar skortur er á gögnum frá ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Lögregla var kölluð til aðstoðar á Keflavíkurflugvelli 440 sinnum frá 1. júní til 15. desember vegna þess að gögn ferðamanna voru ekki talin fullnægjandi. Af þeim var 27 einstaklingum vísað frá landi vegna þessa. Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Þetta kemur fram í svari sviðsstjóra landamærasviðs ríkislögreglustjóra við fyrirspurn Umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis. Beiðni nefndarinnar var send vegna þess að til skoðunar er framlenging gildistíma bráðabirgðaákvæðis í loftferðalögum um tímabundnar skyldur flugrekenda þegar hætta er á að farsóttir berist til Íslands. Umhverfis- og samgöngunefnd óskaði eftir minnisblöðum um þrennt: Í fyrsta lagi gögnum um heildartölu komufarþega frá því að reglur settar skv. lögum nr. 41/2021 tóku gildi, þar af hversu margir eru íslenskir ríkisborgarar og farþegar búsettir á Íslandi (EES-borgarar). Í öðru lagi um framkvæmd sóttvarnareftirlits á Keflavíkurflugvelli, með skoðun viðeigandi skjala og sýnatöku og skoðun skjala við byrðingu erlendis. Í þriðja lagi tölfræði um hversu margir hafi komið til landsins án fullnægjandi gagna og hve mörgum hafi verið vísað frá landi af þeim sökum. Óska eftir trúnaði um framkvæmd eftirlitsins Fram kemur í svarinu að um 791 þúsund manns hafi komið til Íslands á tímabilinu. Ekki liggi þó fyrir upplýsingar um heildarfjölda íslenskra ríkisborgara og farþega búsetta á Íslandi af heildarfjöldanum. Samkvæmt forskráningarkerfi landlæknis er hlutfall íslenskra ríkisborgara 21 prósent og EES og EFTA borgara 42 prósent, samtals 63% af heildarfjölda komufarþega á umræddu tímabili. Ríkislögreglustjóri vísar í stöðuskýrslu starfshóps um aðgerðir á landamærum vegna Covid-19 varðandi fyrirspurn um framkvæmd sóttvarnaeftirlits. Er vakin athygli á að stöðuskýrslan hafi verið unnin sem umræðuskjal og ekki ætluð til opinberrar birtingar. Er því óskað eftir því að trúnaður ríki um skýrsluna. 440 tilvik og 27 vísað úr landi Að lokum vísar Jón Pétur Jónsson, sviðsstjóri landamærasviðs ríkislögreglustjóra, til þess að nokkur fjöldi ferðamanna komi á hverjum degi til landsins þar sem gögn séu ekki talin fullnægjandi. Í þeim tilvikum sé lögreglan kölluð til aðstoðar. „Frá 1. júní til 15. desember eru skráð 440 tilvik í kerfum lögreglu. Á sama tímabili voru 27 einstaklingum frávísað á þeim grundvelli að þeir uppfylltu ekki kröfur um viðeigandi gögn við komu,“ segir í svari sviðsstjórans.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira