Bergsveinn hlýtur Gens de mer-verðlaunin Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2021 14:52 Bergsveinn Birgisson veitti verðlaununum viðtöku úti í Frakklandi í byrjun mánaðar. Bergsveinn Birgisson hlaut á dögunum frönsku bókmenntaverðlaunin Gens de mer fyrir skáldsögu sína Landslag er aldrei asnalegt, sem kom út á íslensku árið 2003. Sú bók er fyrsta skáldsaga Bergsveins. Hún vakti verulega athygli og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár. Markmið Gens de mer-verðlaunanna er að vekja sérstaka athygli á merkum bókmenntaverkum sem tengjast hafinu og lífi tengt sjósókn. Í rökstuðningi dómnefndar segir að lýsing Bergsveins á íslenskum strandbyggðum sé „meitluð“ og „einkennist af miklu innsæi, tilfinningu og húmor.“ Á frönsku ber sagan heitið Du Temps Qu´il Fait. Meðal höfunda sem hlotið hafa Gens de mer-verðlaunin má nefna Carsten Jensen, Jean Rolin og Isabelle Autissier. Sjálfur hefur Bergsteinn staðið í ströngu en eftir að hann kom frá Frakklandi tók hann til óspilltra málanna, skrifaði greinargerð þar sem hann sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld. Það mál allt hefur vakið mikla athygli. Frakkland Bókmenntir Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Íslendingar erlendis Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sú bók er fyrsta skáldsaga Bergsveins. Hún vakti verulega athygli og var meðal annars tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna það ár. Markmið Gens de mer-verðlaunanna er að vekja sérstaka athygli á merkum bókmenntaverkum sem tengjast hafinu og lífi tengt sjósókn. Í rökstuðningi dómnefndar segir að lýsing Bergsveins á íslenskum strandbyggðum sé „meitluð“ og „einkennist af miklu innsæi, tilfinningu og húmor.“ Á frönsku ber sagan heitið Du Temps Qu´il Fait. Meðal höfunda sem hlotið hafa Gens de mer-verðlaunin má nefna Carsten Jensen, Jean Rolin og Isabelle Autissier. Sjálfur hefur Bergsteinn staðið í ströngu en eftir að hann kom frá Frakklandi tók hann til óspilltra málanna, skrifaði greinargerð þar sem hann sakaði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra um ritstuld. Það mál allt hefur vakið mikla athygli.
Frakkland Bókmenntir Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Íslendingar erlendis Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Einar og Milla eignuðust dreng Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira