Xavi: Höfum tapað einkennum Barcelona Arnar Geir Halldórsson skrifar 20. desember 2021 07:00 Xavi á hliðarlínunni um helgina. vísir/Getty Xavi Hernandez, stjóri Barcelona, telur sig eiga mikið verk óunnið á Nou Camp og segir gæðin í leikmannahópnum minni en hann bjóst við. Xavi tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona í byrjun nóvember og sneri þá aftur til félagsins eftir sex ára dvöl í Katar en Xavi lauk leikmannaferli sínum hjá Barcelona árið 2015. „Við höfum tapað einkennum Barcelona og við verðum að ná þeim til baka. Ég hef ekki verið hér í sex ár og það eru hlutir sem koma mér á óvart, taktískt séð. Ég var ekki hér svo ég veit ekki hver ber ábyrgð á því en það gerir okkur erfitt fyrir,“ segir Xavi og augljóst að hann er ekki sáttur með hversu mikið þjálfuninni hefur farið aftur síðan hann yfirgaf félagið. „Stóran hluta leikmannanna skortir skortir taktískan skilning og rétt leikstöðumat. Það eru hlutir sem ég var búinn að læra sem 11 ára gamall leikmaður en við höfum leikmenn í hópnum sem hafa ekki unnið í þessu,“ segir Xavi. Þrátt fyrir það segir Xavi að framtíðin sé björt og hrósar ungu leikmönnum félagsins í hástert en þeir eru í stórum hlutverkum í liðinu um þessar mundir. Hinn sautján ára gamli Gavi var til að mynda maður leiksins í 3-2 sigri á Elche um helgina. „Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir þessari frammistöðu hjá Gavi. Hann spilar fótbolta á stórbrotinn hátt. Hann ásamt Nico, Abde, Araujo og Balde eru framtíð félagsins,“ segir Xavi. „Ég spilaði hérna þegar ég var 18 ára og ég var hræddur. Þessir strákar hafa magnaðan persónuleika. Ég er ánægður með þessa kynslóð og Gavi er sérstaklega spennandi.“ „Það sem kemur mest á óvart við hann er aldurinn á honum. Hann er 17 ára og þið sjáið hvernig hann spilar. Hann vinnur fyrir okkur leiki. Ég vil ekki bera hann saman við neinn en hann getur farið alla leið,“ segir Xavi. Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira
Xavi tók við stjórnartaumunum hjá Barcelona í byrjun nóvember og sneri þá aftur til félagsins eftir sex ára dvöl í Katar en Xavi lauk leikmannaferli sínum hjá Barcelona árið 2015. „Við höfum tapað einkennum Barcelona og við verðum að ná þeim til baka. Ég hef ekki verið hér í sex ár og það eru hlutir sem koma mér á óvart, taktískt séð. Ég var ekki hér svo ég veit ekki hver ber ábyrgð á því en það gerir okkur erfitt fyrir,“ segir Xavi og augljóst að hann er ekki sáttur með hversu mikið þjálfuninni hefur farið aftur síðan hann yfirgaf félagið. „Stóran hluta leikmannanna skortir skortir taktískan skilning og rétt leikstöðumat. Það eru hlutir sem ég var búinn að læra sem 11 ára gamall leikmaður en við höfum leikmenn í hópnum sem hafa ekki unnið í þessu,“ segir Xavi. Þrátt fyrir það segir Xavi að framtíðin sé björt og hrósar ungu leikmönnum félagsins í hástert en þeir eru í stórum hlutverkum í liðinu um þessar mundir. Hinn sautján ára gamli Gavi var til að mynda maður leiksins í 3-2 sigri á Elche um helgina. „Maður verður að taka hatt sinn ofan fyrir þessari frammistöðu hjá Gavi. Hann spilar fótbolta á stórbrotinn hátt. Hann ásamt Nico, Abde, Araujo og Balde eru framtíð félagsins,“ segir Xavi. „Ég spilaði hérna þegar ég var 18 ára og ég var hræddur. Þessir strákar hafa magnaðan persónuleika. Ég er ánægður með þessa kynslóð og Gavi er sérstaklega spennandi.“ „Það sem kemur mest á óvart við hann er aldurinn á honum. Hann er 17 ára og þið sjáið hvernig hann spilar. Hann vinnur fyrir okkur leiki. Ég vil ekki bera hann saman við neinn en hann getur farið alla leið,“ segir Xavi.
Spænski boltinn Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Sjá meira