Af línunni, í markið og í landsliðið á níu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2021 11:01 Saga Sif Gísladóttir er með rúmlega fjörutíu prósent hlutfallsmarkvörslu í Olís-deild kvenna. vísir/Hulda Margrét Saga Sif Gísladóttir, 26 ára gamall markvörður Vals og íslenska landsliðsins, byrjaði afar seint að æfa mark, eða þegar hún var sautján ára. „Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
„Ég byrjaði bara í meistaraflokki, fyrir níu árum,“ sagði Saga aðspurð um óvenjulega byrjun á markvarðaferlinum. „Ég var línumaður og okkur vantaði markvörð í meistaraflokkinn. Gulli [Jón Gunnlaugur Viggósson] hringdi í mig rétt áður en tímabilið byrjaði og bað mig um að koma út til Þýskalands í æfingaferð sem markvörður. Það var skrítið augnablik,“ sagði Saga sem er uppalinn hjá FH. Hún fann strax að hún var komin á rétta hillu í markinu. „Mér fannst frábært að spila úti en þetta er þar sem ég á að vera.“ Á síðasta ári var Saga valinn í íslenska A-landsliðið í fyrsta sinn, þá 24 ára. Hún á ekki neina yngri landsleiki á ferilskránni og hafði aldrei komist nálægt neinu landsliði. „Ég byrjaði seint að æfa handbolta, eða í 4. flokki, og var aldrei í neinni hæfileikamótun eða neinu slíku. Ég komst aldrei í nein úrtök en það var alltaf markmiðið að komast í landsliðið.“ Íslenska landsliðið vann það serbneska í öðrum leik sínum í undankeppni EM 2022 og því eru möguleikar þess á að komast á Evrópumótið í Slóveníu, Norður-Makedóníu og Svartfjallalandi ágætir. Næstu leikir Íslands í undankeppninni eru gegn Tyrklandi í byrjun mars á næsta ári. „Auðvitað leyfum við okkur að dreyma,“ sagði Saga aðspurð um möguleikana á að komast á EM. „Hvort sem ég verð í landsliðinu eða ekki vona ég að Ísland komist á stórmót og geri vel. Það eitt að fá að æfa og spila með þessum hópi eru forréttindi. Við erum með frábæra leikmenn í öllum stöðum og æfingarnar eru geggjaðar.“ Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild kvenna Valur EM kvenna í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira