Lögregla skoðar valkröfur frá meintu góðgerðafélagi Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. desember 2021 14:03 Fáir hafa heyrt um góðgerðafélagið Vonarneista og furðuðu sig því margir þegar þeir fengu valkröfu frá félaginu senda í heimabanka um helgina. Félagasamtök sem gefa sig út fyrir að vera góðgerðafélag fyrir heimilislausa sendu valkröfur í heimabanka hjá fjölda manns um helgina. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er meðvituð um málið og segir það til skoðunar hjá sér. Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira
Félagið Vonarneisti var stofnað fyrir ári síðan en virðist ekki hafa verið starfandi að neinu leyti þangað til nú um helgina þegar það sendi frá sér valkvæða kröfu í heimabanka fjölda Íslendinga. Krafan hljómar upp á 2.490 krónur en slíkar valkvæðar kröfur birtast oft frá góðgerðafélögum á borð við Rauða kross Íslands. Á heimasíðu Vonarneista segir að félagið hafi það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag heimilislausra á Íslandi. Það er þó hvergi að finna á almannaheillaskrá Skattsins. Fjórir eru skráðir í stjórn Vonarneista en ekki náðist í neinn þeirra við gerð fréttarinnar. Ekkert símanúmer er skráð hjá félaginu sjálfu, sem heldur þó úti Facebook-síðu, sem hefur reyndar ekki verið notuð að neinu marki síðan hún var stofnuð í sumar. Vonarneisti hefur birt tvær færslur á Facebook. Sú síðasta birtist fyrir þremur mánuðum.facebook Enginn hjá Vonarneista hefur heldur svarað skilaboðum fréttastofu þar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu hafa henni borist tilkynningar vegna félagsins um helgina. Lögregla er nú með þær tilkynningar til skoðunar en vill ekki tjá sig um málið að svo stöddu. Mikilvægt að kanna uppruna valkrafna Rauði krossinn hvetur fólk til að skoða vel hvaðan valkvæðar kröfur í heimabanka koma. „Ég myndi segja það að fólk eigi að hugsa vel áður en það tekur ákvörðun um að greiða. Eða allavega að huga vel að því hver sendir valkröfuna. Svo ef að fólk þekkir ekki nafnið þá myndi ég hvetja fólk um að kanna það betur áður en það greiðir valkröfuna, hvort það séu ekki þekkt félagasamtök sem senda kröfuna,“ segir Björg Kjartansdóttir, sviðsstjóri fjáröflunar- og kynningarmála hjá Rauða krossinum. Það sé áhyggjuefni að félög sem sigli undir fölsku flaggi geti sent valkröfur í heimabanka því nýlega tóku í gildi lög sem gera einstaklingum og fyrirtækjum kleift að nýta sér skattafrádrátt með að styrkja góðgeðrafélög. „Að sjálfsögðu hefur maður áhyggjur af því ef einhverjir óprúttnir aðilar ætla að nýta sér það að senda valkvæðar kröfur til almennings. Og fólk í góðri trú borgar kröfuna og telur sig þar með geta nýtt sér skattafrádrátt en að sjálfsögðu þurfa það að vera kröfur frá lögaðilum sem uppfylla ákveðin skilyrði. Til að mynda um skráningu í almannaheillaskrá skattsins.“ Uppfært kl. 17:00: Kröfurnar hafa birst í heimabönkum allra stærstu bankanna, Íslandsbanka, Landsbanka og Arion banka. Hér er hægt að lesa um valkröfur en það virðist tiltölulega auðvelt að stofna til þeirra. Allir sem fá valkröfur geta eytt þeim úr heimabankanum sínum. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Lögreglumál Netglæpir Fjártækni Íslenskir bankar Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Sjá meira