Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:00 Guðjón Þórðarson virtist vera að taka við Grindavík eftir tímabilið 2004 og Jónas Þórhallsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, hafði gert allt klárt fyrir blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks. Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Sjá meira
Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti Fleiri fréttir Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Partey lýsti sig saklausan af ákærum um nauðgun Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Linsan datt út en varði samt tvö víti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Sjá meira