Ætlaði að kynna Guðjón sem nýjan þjálfara en fékk símtal sama dag: „Gaui er að fara upp í flugvél“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2021 08:00 Guðjón Þórðarson virtist vera að taka við Grindavík eftir tímabilið 2004 og Jónas Þórhallsson, þáverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur, hafði gert allt klárt fyrir blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks. Jónas Þórhallsson, fyrrverandi formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur til margra ára, boðaði til blaðamannafundar til að kynna Guðjón Þórðarson sem nýjan þjálfara Grindavíkur árið 2004 en frétti svo af því sama morgun að Guðjón væri í flugi á leið til Englands. Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+. UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira
Jónas fór yfir þessa sögu í þættinum Foringjarnir á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Jónas hafði lengi haft mikinn áhuga á að fá Guðjón til starfa hjá Grindavík, enda Guðjón þá búinn að ná mögnuðum árangri sem þjálfari á Íslandi og með íslenska landsliðinu. Guðjón tók reyndar við Grindavík undir lok árs 2011 með tilheyrandi dramatík. Löngu áður, eftir tímabilið 2004, höfðu Jónas og félagar ákveðið að halda blaðamannafund til að kynna Guðjón til leiks sem nýjan þjálfara, eftir að hafa náð við hann samkomulagi. Sama dag frétti Jónas af Guðjóni á leið til Englands þar sem þjálfarinn fór í viðræður um að taka við ensku 1. deildarfélagi, eftir að hafa áður þjálfað Barnsley og Stoke City í Englandi. „Ég var alltaf gríðarlega hrifinn af öllu því sem að Gunnar Sigurðsson vinur minn var að gera uppi á Skaga, með Gaua [Guðjón Þórðarson] í brúnni sem þjálfara. Ég reyndi að fá Guðjón 2004-2005 en hann lét sig hverfa af landi brott. Við vorum búnir að gera samninga kvöldið áður og ætluðum að skrifa undir í hádeginu,“ sagði Jónas. Klippa: Foringjarnir - Guðjón flaug í burtu „Það var búið að setja út blaðamannafund. Við ætluðum að vera á skrifstofunni uppi í Þorbirni um klukkan 10-11, þrír fjórir úr baklandinu og Gaui. Fundurinn átti að vera klukkan 12. Svo var hringt í mig klukkan hálfátta að morgni og sagt: „Heyrðu Gaui er að fara upp í flugvél.“ Ég sagði bara: „Nei, nei, nei. Við erum með blaðamannafund hérna klukkan 12.“ „Nei, nei, hann er að fara hérna upp í flugvél.“ Ég byrjaði náttúrulega að hringja en það svaraði ekkert. Þannig fór sú tilraun,“ sagði Jónas. „Síðan kom í ljós að hann var í viðræðum við Keflavík líka. Hann var með 2-3 félög í takinu,“ sagði Jónas en Guðjón samþykkti síðar að taka við Keflavík fyrir tímabilið 2005 en rétt áður en Íslandsmótið hófst snerist honum hugur, hélt á ný til Englands og tók við Notts County. Síðar fór reyndar svo að Guðjón stefndi Grindvíkingum vegna vangoldinna launa þannig að segja má að skipst hafi á skin og skúrir í samskiptum þeirra í gegnum tíðina. Foringjarnir eru á dagskrá Stöðvar 2 Sports á sunnudagskvöldum en þar ræðir Henry Birgir Gunnarsson við nokkra af helstu íþróttaforingjum landsins síðustu áratugi. Þættirnir eru einnig aðgengilegir á Stöð 2+.
UMF Grindavík Foringjarnir Fótbolti Grindavík Mest lesið Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Laugardalsvöllur tekur lit Fótbolti Þurftu að hætta keppni til að tryggja öryggi keppenda Sport Mesta rúst í sögu NBA Körfubolti Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Arsenal - PSG | Undanúrslit Meistaradeildarinnar hefjast Henríetta lánuð til Þór/KA Í beinni: Víkingur R. - Þróttur R. | Reykjavíkurslagur í Víkinni Í beinni: Breiðablik - Fram | Nýliðarnir heimsækja meistarana Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu Laugardalsvöllur tekur lit „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Draumur Brassa um Ancelotti að rætast Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Uppgjörið: Stjarnan - ÍBV 2-3 | Gott gengi Eyjamanna heldur áfram Dagur Örn sagður á leið til FH Leiksigur Wright vekur lukku Sjáðu mörkin: Endurkoma Stjörnunnar og mörkin hjá Val og FH Vilja henda Rüdiger úr landsliðinu eftir æðiskastið Fá loks að halda sigrinum sem þrjú lið mótmæltu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision María hjálpaði Arnari mikið: „Þá næ ég kannski aðeins að toga hann til baka“ Sjá meira