Hitinn frá Miami fór illa með Nautin og Stríðsmennirnir lágu í valnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 09:46 Joel Embiid gerði það sem þurfti til að stöðva Stephen Curry í nótt. Tim Nwachukwu/Getty Images Golden State Warriors og Chicago Bulls töpuðu bæði í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en alls fóru sex leikir fram. Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Miami Heat gjörsamlega kafsigldi Chicago Bulls í nótt. Leikur sem hefði átt að vera einkar spennandi var algjör einstefna og það má með sanni segja að Nautin frá Chicago hafi ekki höndlað Hitann frá Miami. Miami – sem var án Jimmy Butler í nótt - vann leikinn með 26 stiga mun, 118-92. Duncan Robinson var stigahæstur í liði Miami með 26 stig. Þar á eftir kom Dewayne Dedmon með 20 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Tyler Herro var með 17 stig og Kyle Lowry 16 ásamt 14 stoðsendingum. Hjá Bulls var Zavh LaVine stigahæstur með 33 stig. 12 assists for Lowry...it's halftime!@MiamiHEAT lead Chicago entering Q3 on NBA League Pass...Watch Here: https://t.co/5QqkBhf1W0 pic.twitter.com/0YsL8HPIWo— NBA (@NBA) December 12, 2021 Golden State Warriors töpuðu aðeins sínum fimmta leik á tímabilinu í nótt er Stríðsmennirnir lágu í valnum eftir að hafa mætt Philadelphia 76ers. Leikurinn var einkar jafn framan af og Golden State leiddi með þremur stigum er síðasti fjórðungur hófst. Þar fóru leikmenn 76ers hamförum á meðan ekkert gekk hjá Golden State, lokatölur 102-93 Philadelphia í vil. Joel Embiid var stigahæstur hjá Philadelphia með 26 stig. Jordan Poole var stigahæstur hjá Warriors með 23 stig. Stephen Curry skoraði „aðeins“ 18 stig. @JoelEmbiid (26 PTS, 9 REB) takes over late as the @sixers close with a 41-20 run! pic.twitter.com/TV1AtVH8ZP— NBA (@NBA) December 12, 2021 Í öðrum leikjum vann Denver Nuggets öruggan sigur á San Antonio Spurs, 127-112. Nikola Jokić var stigahæstur í liði Denver með 35 stig ásamt því að taka 17 fráköst og gefa 8 stoðsendingar. Donavan Mitchell skoraði 28 stig í þægilegum sigri Utah Jazz á Washington Wizards, lokatölur 123-98. Rudy Gobert bætti við 20 stigum fyrir Jazz ásamt því að taka 11 fráköst. Þetta var sjöundi sigur Jazz í röð. Mitchell & Gobert power the @utahjazz to their 7th consecutive win! @spidadmitchell: 28 PTS@rudygobert27: 20 PTS (9-10 FGM), 11 REB pic.twitter.com/Q3MTpInD9J— NBA (@NBA) December 12, 2021 NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins