Það eina stöðuga við tímabilið hjá Lakers er óstöðugleiki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. desember 2021 15:31 Spilamennska Russells Westbrook hefur líkt og hjá Lakers-liðinu í heild verið upp og niður það sem af er leiktíð. Justin Ford/Getty Images Tímabilið hjá Los Angeles Lakers hefur verið vægast sagt upp og niður. Þegar liðið virðist loks hafa hrist af sér slenið tapar það gegn slökum mótherjum og þegar það virðist vera að sökkva í hyldýpi vinnur það góða sigra. Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira
Fyrir yfirstandandi tímabil í NBA-deildinni í körfubolta sótti Lakers hvern reynsluboltann á fætur öðrum. LeBron James virtist ætla að finna leikmenn sem væru á sömu bylgjulengd og hann, allavega á sama aldri. Það er oft talað um að óstöðugleiki elti yngri leikmenn og því hefði samsetning Lakers-liðsins eflaust átt að mynda eitt af stöðugri liðum deildarinnar. Annað hefur komið á daginn. Vissulega hefur ekki hjálpað að LeBron hefur verið fjarverandi nær hálft móti til þessa en að því sögðu hafa frammistöður liðsins verið svart og hvítt. Lakers er sem stendur í 6. sæti Vesturdeildar með 14 sigra og 13 tapleiki. Það sem kemur á óvart eru sveiflurnar milli leikja gegn sömu mótherjum. Lakers hóf tímabilið á því að tapa gegn Golden State Warriors og Phoenix Suns. Engin skömm að því þar sem um er að ræða tvö bestu lið deildarinnar. Lakers vann svo tvo leiki í röð áður en liðið tapaði á einhvern óskiljanlegan hátt fyrir ömurlegu liði Oklahoma City Thunder. Í kjölfarið unnust þrír leikir í röð áður en liðið tapaði aftur fyrir OKC. Allt er þegar þrennt er en Lakers – án Anthony Davis – vann OKC með 21 stigs mun fyrir fyrir tveimur dögum síðan. Þá tókst Lakers að steinliggja gegn miðlungsliðum Minnesota Timberwolves og Portland Trail Blazers ásamt því að tapa gegn Chicago Bulls og Milwaukee Bucks. Sveiflurnar voru þó hvergi nærri hættar. Þann 20. nóvember tapaði liðið með 22 stiga mun gegn Boston Celtics en hefndi svo fyrir tapið þann 8. desember með 15 stiga sigri. Þann 27. nóvember tapaðist framlengdur leikur gegn annars slöku Sacramento Kings-liði með fjögurra stiga mun en aðeins þremur dögum síðar vannst 25 stiga sigur á sama liði. Eftir frábæran sigur á Boston þann 8. desember hélt stuðningsfólk Lakers eflaust að liðið væri mögulega að finna taktinn. Því var svo skellt aftur á jörðina er liðið tapaði gegn Ja Morant-lausu Memphis Grizzlies. Í kjölfarið fannst svo áðurnefndur sigur á OKC og því er ljóst að hvað sem er getur gerst er Lakers mætir Orlando Magic, einu slakasta liði NBA-deildarinnar, í nótt. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Elvar skoraði tólf í naumu tapi Tilþrifin: Varin skot og ótrúlegar körfur Valsmanna Sjá meira