Lugu til um þyngd leikmanna Þóris Sindri Sverrisson skrifar 9. desember 2021 08:00 Hver einasti leikmaður norska liðsins er skráður 60, 65 eða 70 kg á vef alþjóða handknattleikssambandsins. Norska handknattleikssambandið sendi inn tölur af handahófi til að mótmæla því að þyngdarupplýsingar væru opinberar. IHF Norska handknattleikssambandið sendi inn falskar upplýsingar um þyngd leikmanna kvennalandsliðsins sem spilar á HM á Spáni. Alþjóða sambandið, IHF, hefur verið gagnrýnt fyrir að upplýsingum um þyngd leikmanna sé dreift á heimasíðu mótsins og í sjónvarpi, enda sé slíkt óþarfi. Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010. HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira
Þórir Hergeirsson stýrir norska liðinu á HM líkt og á mörgum undanförnum stórmótum. Samkvæmt upplýsingum á heimasíðu HM í ár er hver einasti leikmaður hans annað hvort 60, 65 eða 70 kg að þyngd. „Það sem við gerðum var að senda inn þyngdartölur sem passa ekki. Þarna er sem sagt ekki um rétta þyngd leikmanna að ræða,“ segir Mads Stian Hansen, talsmaður norska sambandsins, við NTB. Vilja ekki að horft sé í þyngd leikmanna Norðmenn hafa undanfarin stórmót neitað að veita upplýsingar um þyngd leikmanna en urðu að senda inn tölur að þessu sinni til að geta gengið frá skráningu liðsins. Þeir vilja að IHF og sjónvarpsrétthafinn Nent birti ekki upplýsingarnar. „Við höfum bent IHF og Nent á að við viljum ekki að upplýsingarnar séu notaðar, en höfum séð að það er gert. Við vonumst til að því verði hætt. Í fyrsta lagi eru upplýsingarnar ekki réttar og við teljum þær ekki skipta máli í toppíþróttum. Við viljum ekki að það sé verið að horfa í þetta [þyngd]. Um það eru leikmenn okkar einnig sammála,“ segir Hansen. Man ekki til þess að hafa veitt upplýsingar um þyngd Hin sænska Jamina Roberts tekur undir gagnrýni þeirra norsku og er hrifin af ákvörðunin um að ljúga til um þyngd: „Ég skil þau. Þetta er leið til þess að sýna andstöðu sína í verki,“ sagði Roberts við Aftonbladet. Hún kveðst þó raunar ekki hafa gert sér grein fyrir því að þessar upplýsingar lægju fyrir. „Ég hef aldrei hugsað um þetta eða vitað af þessu. Ég hef sjálf ekki veitt neinar upplýsingar um mína þyngd,“ sagði Roberts. Fjölmiðlafulltrúi sænska liðsins segir að mögulega séu upplýsingar um þyngd hennar frá því að hún kom fyrst inn í liðið árið 2010.
HM 2021 í handbolta Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Sjá meira