Sér fyrir sér að fólk með örvunarskammt sleppi við fjöldatakmarkanir og hraðpróf Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2021 13:59 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir óvissutíma sem stendur. Hann sér þó ýmsar tilslakanir í kortunum reynist omíkron afbrigðið ekki verr en fyrri afbrigði kórónuveirunnar. Vísir/vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir lagði til við heilbrigðisráðherra að viðhalda óbreyttum sóttvarnaráðstöfunum í nokkrar vikur frá og með 9. desember. Ráðherra ákvað að framlengja núverandi aðgerðir um tvær vikur. Fram kemur í minnisblaðinu sem Þórólfur sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina að miklir óvissutímar væru í gangi. Bæði hvað varði núverandi bylgju af völdum delta afbrigðis kórónuveirunnar en líka þá þróun sem kunni að verða á faraldrinum með tilkomu omíkron afbrigðisins. Sú staða kunni að koma upp að omíkron afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, valdi verri sjúkdómi og að bóluefni og fyrri sýking verndi ekki gegn smiti. Þessi óvissa gefi tilefni til að fara varlega í tilslökun innanlands og á landamærum sem stendur. Þórólfur segir þó í lok minnisblaðsins að þegar eiginleikar omíkron afbrigðisins skýrist betur verði hægt að endurmeta aðgerðir. Ef ljóst sé að afbrigðið valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá verði komnar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: 1. Undanskilja þá sem fengið hafa örvunarskammt frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 2. Endurskoða sóttkvíarreglur fyrir þá sem fengið hafa örvunarskammt. 3. Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 4. Endurskoða reglur um sóttkví fyrir full bólusett börn. Framlengdar aðgerðir taka gildi 9. desember og gilda til 23. desember. Willum Þór sagði í viðtali við fréttastofu í dag að hann bindi vonir við að geta aflétt takmörkunum fyrir þann tíma ef hann hafi gögn til að styðja slíkar aðgerðir. Minnisblað sóttvarnalæknis. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira
Fram kemur í minnisblaðinu sem Þórólfur sendi Willum Þór Þórssyni heilbrigðisráðherra um helgina að miklir óvissutímar væru í gangi. Bæði hvað varði núverandi bylgju af völdum delta afbrigðis kórónuveirunnar en líka þá þróun sem kunni að verða á faraldrinum með tilkomu omíkron afbrigðisins. Sú staða kunni að koma upp að omíkron afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, valdi verri sjúkdómi og að bóluefni og fyrri sýking verndi ekki gegn smiti. Þessi óvissa gefi tilefni til að fara varlega í tilslökun innanlands og á landamærum sem stendur. Þórólfur segir þó í lok minnisblaðsins að þegar eiginleikar omíkron afbrigðisins skýrist betur verði hægt að endurmeta aðgerðir. Ef ljóst sé að afbrigðið valdi ekki skæðum sjúkdómi og að bólusetning og fyrra smit verndi þá verði komnar faglegar forsendur til að skoða eftirfarandi: 1. Undanskilja þá sem fengið hafa örvunarskammt frá fjöldatakmörkum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 2. Endurskoða sóttkvíarreglur fyrir þá sem fengið hafa örvunarskammt. 3. Undanskilja börn yngri en 16 ára sem fengið hafa grunnbólusetningu (tvo skammta) frá fjöldatakmörkunum og hraðgreininga- eða PCR prófum fyrir viðburði. 4. Endurskoða reglur um sóttkví fyrir full bólusett börn. Framlengdar aðgerðir taka gildi 9. desember og gilda til 23. desember. Willum Þór sagði í viðtali við fréttastofu í dag að hann bindi vonir við að geta aflétt takmörkunum fyrir þann tíma ef hann hafi gögn til að styðja slíkar aðgerðir. Minnisblað sóttvarnalæknis.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Sjá meira