Ítölsku meistararnir fóru illa með gamla þjálfarann sinn | AC Milan áfram á toppnum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. desember 2021 21:48 José Mourinho og lærisveinar hans í Roma þurftu að sætta sig við 0-3 tap á heimavelli, en þetta var aðeins í annað sinn á sínum þjálfaraferli sem Mourinho tapar með þremur mörkum. Paolo Bruno/Getty Images Þrír leikir fóru fram í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. AC Milan hélt toppsætinu með 2-0 sigri gegn botnliði Salernitana, Inter vann öruggan 0-3 útisigur gegn Roma og Atalanta snéri taflinu við gegn Napoli og vann 2-3 útisigur. Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti. Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira
Franck Kessie og Alexis Saelemaekers skoruðu mörk AC Milan, en staðan var orðin 2-0 eftir tæplega tuttugu mínútna leik. AC Milan er því enn á toppi deildarinnar með 38 stig eftir 16 leiki, en Salernitana situr sem fastast á botninum með átta stig. 3️⃣ points: job done! 👊#MilanSalernitana #SempreMilan pic.twitter.com/leWzLOzvTz— AC Milan (@acmilan) December 4, 2021 José Mourinho og lærisveinar hans tóku á móti fyrrum vinnuveitendum þjálfarans er liðið mætti Inter í kvöld. Hakan Calhanoglu kom gestunum yfir á 15. mínútu áður en Edin Dzeko tvöfaldaði forystu Inter tæpum tíu mínútum síðar. Þriðja og seinasta mark leiksins kom svo á 39. mínútu þegar Denzel Dumfries setti boltann í netið. José Mourinho hefur aldrei tgapað með meiri mun á heimavelli á sínum þjálfaraferli. Einu sinni áður hefur hann tapað með þremur mörkum á heimavelli, en það var þegar hann var þjálfari Manchester United og tók á móti Tottenham í ágúst árið 2018. That first @Inter goal feeling... big win in Rome! ⚫🔵 #ForzaInter pic.twitter.com/Mxnv2VqDQD— Denzel Dumfries (@DenzelJMD2) December 4, 2021 Þá vann Atalanta virkilega sterkan 2-3 sigur er liðið heimsótti Napoli í seinasta leik kvöldsins. Ruslan Malinovsky kom gestunum yfir strax á sjöundu mínútu, en Piotr Zielinski jafnaði metin fyrir Napoli stuttu fyrir hálfleik. Dries Mertens kom heimamönnum í 2-1 strax í upphafi seinni hálfleiks, en Merih Demiral og Remo Freuler skoruðu sitt markið hvor með stuttu millibili fyrir Atalanta og tryggðu liðinu sigur, 2-3. Atalanta er nú í fjórða sæti deildarinnar með 34 stig eftir 16 leiki, tveimur stigum á eftir Napoli sem situr í þriðja sæti.
Ítalski boltinn Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Í beinni: Fram - Stjarnan | Baráttan um fjórða sætið Katla kynnt til leiks í Flórens Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Sjá meira