Undarlegt að starfsfólk þurfi að eiga við drukkna unglingahópa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. desember 2021 18:37 Sigurður Reynaldsson er framkvæmdastjóri Hagkaupa. Framkvæmdastjóri Hagkaupa segir undarlegt að starfsfólk verslunarkeðjunnar þurfi að eiga við hópa af drukknum unglingum í og við verslanirnar. Í haust hafa komið upp nokkur alvarleg atvik við verslanir Hagkaupa. Framkvæmdastjórinn kann ekki öruggar skýringar á því, en veltir upp styttum opnunartíma í miðbænum, Covid-þreytu eða breyttum uppeldisáherslum. „Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“ Lögreglumál Verslun Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira
„Maður spyr sig. Manni finnst skrýtið að við séum að díla við stóra hópa af 14 og 15 ára unglingum undir áhrifum áfengis á miðvikudagskvöldum klukkan sjö,“ segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa, í samtali við Vísi. Þar vísar hann til þess að oft hópist unglingar að verslunum Hagkaupa í aðdraganda skólaballa eða annarra viðburða í hverfum hvar búðirnar eru staðsettar. Þá hafi stundum orðið uppákomur á borð við þá sem varð í nótt, þegar ungur maður réðst á öryggisvörð í Hagkaupsverslun í Spönginni í Grafarvogi. Í síðasta mánuði varð þá stunguárás fyrir utan Hagkaup í Garðabæ, þar sem einn særðist alvarlega. Sigurður segist þó ekki geta slegið því föstu að uppákomum sem þessum hafi fjölgað upp á síðkastið. „Ég held að það sé nú ekkert mikið trend í gangi en maður er dálitlu í sjokki hvernig þetta er farið að verða harkalegra en maður á að venjast,“ segir Sigurður. Þetta rímar við umræður sem spunnist hafa í umræðuhópum íbúa þeirra hverfa þar sem uppákomurnar hafa orðið. Þaninig hafa foreldrar í Facebook-hópi fyrir íbúa í Grafarvogi lýst áhyggjum af atvikinu sem átti sér stað í Spönginni í nótt. Erfitt að benda á eina skýringu Sigurður segir ekki auðvelt að festa hendur á skýringar þess að ungt fólk safnist saman fyrir utan verslanirnar, stundum með fyrrgreindum afleiðingum. Hann veltir því þó upp að skertur opnunartími skemmti- og veitingastaða í miðborg Reykjavíkur valdi þessu, eða einfaldlega langvinn Covid-þreyta unga fólksins, sem brjótist út með þessum hætti. „Maður hugsar ýmislegt, en svo veltir maður líka fyrir sér þróun á uppeldi og öðru. Hvort það sé að slakna í rólegheitunum á einhverjum gildum sem voru sterkari áður fyrr,“ segir Sigurður. Hann nefnir sérstaklega verslunina í Garðabæ, sem er önnur tveggja sem opin er allan sólarhringinn. „Það hefur verið fjör í kringum Garðabæinn. Krakkar eru að safnast saman þarna í hverfinu, því miðbærinn er að loka og veitingastaðir að loka. Þá verður kannski fyrir valinu bílageymslan í Garðabæ sem er nálægt búðinni okkar og þar fara hópar að safnast saman. Síðan verða kannski átök sem tengjast búðinni ekki beint.“ Sigurður segir að við slíkar aðstæður hafi fólk til að mynda leitað aðstoðar í versluninni, líkt og eftir stunguárásina í nóvember. „Þetta er kannski hluti af þessum breyttu tímum þegar miðbærinn lokar fyrr. Lögreglan finnur fyrir minni látum í miðbænum og átökin færast kannski í úthverfin.“ Vonar að jólatíðin rói mannskapinn Sigurður segir lítið hægt að gera, annað en að haga mönnun verslana eftir aðstæðum. „Áhættustýra eftir dögum, það höfum við alltaf gert, og haft mismarga og misöfluga öryggisverði á vakt.“ Hann segist þó ekki telja að um einhverja óafturkræfa þróun sé að ræða. „Ég held að þetta sé tilfallandi og einhver pirringur í gangi. Við skoðum öll tilvik, hvert og eitt, og metum þau bara,“ segir Sigurður. Hann telur þó mál að linni og segir nóg komið af uppákomum í kringum verslanirnar. „Ég vona bara að menn fari að róast og taka upp léttari jólaanda.“
Lögreglumál Verslun Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Fleiri fréttir Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Sjá meira