Íslendingar Evrópumeistarar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. desember 2021 16:30 Ísland er Evrópumeistari! Stefán Pálsson Kvennalið Íslands vann til gullverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í Guimaeres í Portúgal í dag. Íslendingar rufu þar með einokun Svía á gullverðlaununum á EM en sænska liðið hafði orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Ísland og Svíþjóð fengu jafn háa heildareinkunn, 57.250, en Íslendingar unnu fleiri áhöld; dans og trampolín. Íslensku stelpurnar fagna vel heppnaðri stökkseríu.stefán pálsson Íslendingar hófu leik á trampólíni. Íslenska liðið sýndi sínar bestu hliðar og allt ætlaði um koll að keyra þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir framkvæmdi súperstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Ísland fékk 17.750 í einkunn fyrir trampólínið, 1.5 hærri en í undankeppninni. Í 2. umferðinni fóru Svíar á dýnu og fengu aftur frábæra einkunn, 18.750, og eftir það varð ljóst að allt þyrfti að ganga upp hjá Íslendingum til að ná gullinu. Íslenska liðið glansaði í dansinum og fékk stórkostlega einkunn fyrir hann, 22.300, eða 1.6 meira en í undankeppninni. Kolbrún Þöll Þorradóttir faðmar móður sína eftir að úrslitin lágu fyrir.stefán pálsson Síðasta áhald Svíanna var trampólín og þrátt fyrir nokkur föll fengu þeir 16.600 í einkunn. Það þýddi að Íslendingar þurftu að fá 17.200 á sínu lokaáhaldi, dýnu, til að komast upp fyrir Svía. Stökkin gengu vel fyrir sig og þá var bara að bíða eftir lokaeinkunninni. Og sú bið var óbærileg. En fagnaðarlætin sem brutust út þegar Íslendingar sigu fyrst upp að hlið Svía og upp fyrir þá voru ósvikin. Fimleikar EM í hópfimleikum Íslendingar erlendis Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira
Íslendingar rufu þar með einokun Svía á gullverðlaununum á EM en sænska liðið hafði orðið Evrópumeistari fjórum sinnum í röð. Ísland og Svíþjóð fengu jafn háa heildareinkunn, 57.250, en Íslendingar unnu fleiri áhöld; dans og trampolín. Íslensku stelpurnar fagna vel heppnaðri stökkseríu.stefán pálsson Íslendingar hófu leik á trampólíni. Íslenska liðið sýndi sínar bestu hliðar og allt ætlaði um koll að keyra þegar Kolbrún Þöll Þorradóttir framkvæmdi súperstökkið sitt, tvöfalt heljarstökk með þremur og hálfri skrúfu. Ísland fékk 17.750 í einkunn fyrir trampólínið, 1.5 hærri en í undankeppninni. Í 2. umferðinni fóru Svíar á dýnu og fengu aftur frábæra einkunn, 18.750, og eftir það varð ljóst að allt þyrfti að ganga upp hjá Íslendingum til að ná gullinu. Íslenska liðið glansaði í dansinum og fékk stórkostlega einkunn fyrir hann, 22.300, eða 1.6 meira en í undankeppninni. Kolbrún Þöll Þorradóttir faðmar móður sína eftir að úrslitin lágu fyrir.stefán pálsson Síðasta áhald Svíanna var trampólín og þrátt fyrir nokkur föll fengu þeir 16.600 í einkunn. Það þýddi að Íslendingar þurftu að fá 17.200 á sínu lokaáhaldi, dýnu, til að komast upp fyrir Svía. Stökkin gengu vel fyrir sig og þá var bara að bíða eftir lokaeinkunninni. Og sú bið var óbærileg. En fagnaðarlætin sem brutust út þegar Íslendingar sigu fyrst upp að hlið Svía og upp fyrir þá voru ósvikin.
Fimleikar EM í hópfimleikum Íslendingar erlendis Mest lesið Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Handbolti Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Handbolti Haukur í hópnum gegn Slóvenum Handbolti „Hún er í afneitun“ Sport Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Handbolti Hver er staðan og hvað tekur við? Handbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Handbolti Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Handbolti Elvar skráður inn á EM Handbolti Fleiri fréttir Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Rýr svör um stóru mistökin sem hefðu getað haft áhrif á Ísland Mættu með snjóinn með sér til Madrid Haukur klár og sami hópur og síðast „Hann hefur alveg fengið frið frá mér“ „Snælduvitlaus með blóðbragð í munni og pökkum þeim saman“ Sjáðu myndirnar: Lét óvin Íslands heyra það og er nú mætt í stuðið í Malmö „Miklu erfiðara að sitja upp í stúku“ Haukur í hópnum gegn Slóvenum „Erum við bara dýr í dýragarði?“ Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Elvar skráður inn á EM „Hún er í afneitun“ Verða að koma með stemninguna sjálfir Slóvenía - Ísland | Allra síðasti séns Séra Guðni mættur til Malmö: „Við erum að fara í undanúrslit“ Hver er staðan og hvað tekur við? Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Sauð á Degi sem lét þá sem ráða heyra það Sjáðu myndirnar: Svekkelsi gegn Sviss Tekur Ómar hlutverki fyrirliða Íslands of alvarlega? Dagskráin í dag: Deildarkeppni Meistaradeildarinnar lýkur Skotið sem geigaði og breytti öllu fyrir Ísland Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Umfjöllun og viðtöl: Grindavík 74-79 KR | Risastór sigur KR Íslendingar bregðast við stórtíðindum kvöldsins: „Takk fyrir Jesú“ Íslenskur sigur á morgun gulltryggir sæti í undanúrslitum „Snorri á alla mína samúð“ Skýrsla Henrys: Andlegt gjaldþrot enn og aftur Sjá meira