Vinirnir ákváðu að búa saman og sofa í sama rúmi til að missa ekki af neinu Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2021 10:31 Þórdís og Sigurjón eiga dreng saman og eru bestu vinir. Eins og fram kom í Íslandi í dag í apríl á þessu ári ákváðu vinirnir Þórdís Imsland og Sigurjón Örn að eignast barn saman. Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira
Nú er sonur þeirra kominn í heiminn og var rætt aftur við foreldrana í Íslandi í dag í gærkvöldi. „Þetta er alveg æðislegt og þetta er bara svo mikil ást,“ segir Þórdís Imsland sem bætir við að meðgangan sjálf hafi gengið mjög vel og í raun eins og í draumi. „Ég byrja að fá hríðir klukkan þrjú um nóttina og ég hugsa að ég ætla ekki að vekja hann strax því ef ég hefði gert það þá vissi ég að hann myndi byrja að smyrja samlokur,“ segir Þórdís. „Ég var búinn fara í sérferðir í Hagkaup og þá átti sko bara að smyrja og vera með kaffi og með því,“ segir Sigurjón. „Ég vek hann um sexleytið og segi við hann að það sé eitthvað að gerast og hann segir strax, á ég þá að fara byrja smyrja,“ segir Þórdís og hlær. Þórdís fékk smá glaðloft á sjúkrahúsinu en náði ekki mænudeyfingunni. „Þær skoða mig upp á fæðingardeild og þær skoða mig og þá er ég bara komin með átta í útvíkkun. Ég fór svo bara smá í bað, fékk rembingstilfinningu og svo bara fæddi ég hann. Hann var tekinn með sogklukku. Þetta var tilfinning sem maður hefur ekki fundið áður. Ég hugsaði bara tveimur dögum seinna, þetta get ég gert aftur,“ segir Þórdís. „Að heyra gráturinn og sjá hann opna augun var ótrúleg tilfinning. Fæðingin var kannski öðruvísi en við bjuggumst við þar sem við vorum búin að undirbúa okkur að þetta yrði svo svakalegt og búin að lesa svo margar hryllingssögur um fæðingar, sem maður á ekki að gera. Þórdís er sko algjört hörkutól og var algjörlega mögnuð í þessu ferli. Mér finnst mjög mikilvægt að svona góðar sögur fái að heyrast líka,“ segir Sigurjón Algjör klappstýra „Það er alveg magnað að maður geti komið svona barni út. Hann var algjör klappstýra,“ segir Þórdís. Vinirnir fluttu inn saman í ágúst og drengurinn þeirra kom í heiminn í október. „Við erum rosalega skýr við hvort annað og ef það er eitthvað sem er að plaga okkur þá segjum við það,“ segir Þórdís. Falleg stund þegar drengurinn kom í heiminn. „Við ætlum að búa saman allavega næsta árið og teljum það best fyrir alla og að enginn missi af neinu. Ég tók fjórar vikur í orlof og byrjaði að vinna núna á mánudaginn síðasta. Það var skrýtið, nú er ég faðir og það er barn að bíða heima,“ segir Sigurjón. Þau segjast líka sofa saman í stóru rúmi með þann litla á milli. Þau ætla hvorugt að missa af neinu á þessum spennandi tímum í lífi barnsins og þeirra. Þórdís og Sigurjón tilkynntu opinberuðu nafn drengsins í þættinum í gær og fékk hann nafnið Óðinn Örn Sigurjónsson Imsland. „Óðinn er út í bláinn en Örn er millinafnið mitt og pabba og þetta er smá svona í minni fjölskyldu,“ segir Sigurjón. „Við erum að miða við að hafa þetta viku og viku í framtíðinni og ætlum að vera saman um jólin,“ segir Þórdís en innslagið má sjá hér að neðan. Klippa: Ísland í dag - Tilkynntu nafnið í Íslandi í dag
Ísland í dag Börn og uppeldi Mest lesið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Lífið „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Lífið Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Unnur Birna verður Elma Lífið Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Lífið Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið Claudia Cardinale er látin Lífið TikTok besta leitarvélin í ferðinni til Suður-Kóreu Ferðalög Fleiri fréttir Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Sjá meira