Omíkron greinst í tólf löndum EES Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. desember 2021 12:55 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki standa til að herða aðgerðir á landamærum Íslands eins og er. Vísir/Vilhelm Nýtt afbrigði kórónuveirunnar, omíkron, hefur greinst í tólf löndum Evrópska Efnahagssvæðisins. Fimmtíu og sjö einstaklingar hafa greinst smitaðir af veirunni en allir eru þeir með væg einkenni Covid-19. Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Veiran hefur breiðst hratt út frá því að hún greindist fyrst. Í Evrópu hefur hún nú greinst í Austurríki, Belgíu, Tékklandi, Danmörku, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Hollandi, Noregi, Portúgal, Spáni og Svíþjóð að því er fram kemur í nýjum pistli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á covid.is. Auk þessara ríkja var grunur um að tveir einstaklingar væru smitaðir af omíkron í Finnlandi en svo reyndist ekki vera. Þá hefur fólk í Skotlandi greinst smitað af veirunni, en nokkur tilfelli þar hafa greinst meðal einstkalinga sem engin tengsl hafa haft við Afríku, annað en þeir sem greinst hafa á Evrópska Efnahagssvæðinu, sem flestir höfðu verið á ferð í Afríku. Margir hinna smituðu eru fullbólusettir og eru með tiltölulega væg einkenni. Engin dauðsföll hafa verið tilkynnt vegna þessa afbrigðis veirunnar. Sóttvarnalæknir segir í pistlinum að enn sé margt á huldu um eiginleika omíkron, til dæmis hvort afbrigðið dreifi sér auðveldar en önnur afbrigði, hvort veikindin séu annars konar eða hvork fyrri sýking eða bólusetning verndi gegn smiti eða alvarlegum veikindum sökum omíkron. „Í mörgum löndum Evrópu hefur verið ákveðið að grípa til hertra sóttvarnaaðgerða á landamærum sem eru breytilegar milli landa. Fólk sem hyggur á ferðalög til útlanda er hvatt til að kynna sér vel takmarkanir á landamærum viðkomandi landa,“ segir í pistli Þórólfs. Hann skrifar að engar breytingar séu fyrirhugaðar á landamærum Íslands eins og staðan er núna en það gæti breyst hratt í ljósi nýrra upplýsinga um omíkron afbrigðið. „Allir sem hingað koma og eru með tengsl innanlands eru hvattir til að fara í PCR sýnatöku sem fyrst við eða eftir komu og fara í frekari sýnatöku ef sjúkdómseinkenni gera vart við sig á fyrstu viku eftir heimkomu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Evrópusambandið Tengdar fréttir Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44 Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29 Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Elstu tilvik Omíkron í sýnum í Hollandi Omíkron-afbrigði kórónuveirunnar dreifist nú hratt um heimsbyggðina en í morgun var tilkynnt um að fyrstu tilfellin hefðu verið staðfest í Brasilíu og Japan. 1. desember 2021 07:44
Býr nýjan ráðherra undir að grípa þurfi til aðgerða á landamærum og innanlands Sóttvarnalæknir segir mikilvægt að vera undir það búin að nýtt afbrigði kórónuveirunnar geti borist hingað til lands. Reynist veiran skeinuhættari en talið hefur verið þurfi að undirbúa að grípa til hertari aðgerða bæði á landamærum og jafnvel innanlands. Slíkar tillögur séu ekki á borðinu sem stendur en það kunni að breytast fljótt. 30. nóvember 2021 14:29
Framtíð sóttvarnaaðgerða: Hversu langt á að ganga? Sóttvarnaaðgerðir, bólusetningarskylda og bólusetningarpassar verða á meðal þess sem verður til umræðu í pallborðinu á Vísi í dag, sem hefst klukkan 14. 30. nóvember 2021 12:05