Sakar Bjarna Ben um lítilsvirðingu gagnvart landsbyggðinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2021 13:43 Páll Magnússon var þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í fimm ár en hann er ættaður úr Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Fráfarandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir formann flokksins harðlega hvernig staðið var að ráðherraskipun í nýrri ríkisstjórn. Hann segir sinnuleysi ítrekað gagnvart landsbyggðinni sem eigi eftir að skaða flokkinn enn frekar. Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum. Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn eru með lögheimili á höfuðborgarsvæðinu. Bjarni Benediktsson býr í Garðabæ, Guðlaugur Þór Þórðarson í Reykjavík, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir í Reykjavík, Jón Gunnarsson í Kópavogi og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir í Kópavogi. Þau fyrstu fjögur buðu fram í Reykjavíkurkjördæmum eða Kraganum en Þórdís Kolbrún, sem er Akurnesingur, var oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi. Guðrún Hafsteinsdóttir var oddviti flokksins í Suðurkjördæmi en hún er búsett í Hveragerði. Til stendur að hún taki við ráðherraembætti af Jóni Gunnarssyni þegar átján mánuðir verða liðnir af kjörtímabilinu. Meira og minna íbúar á höfuðborgarsvæðinu Páll Magnússon, fráfarandi þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi, vekur athygli á því í færslu á Facebook að Sjálfstæðisflokkurinn hafi tapað forystuhlutverkinu í tveimur landsbyggðarkjördæmum af þremur. „Einungis munaði 0,7% - 185 atkvæðum - að þriðja kjördæmið, Suðurkjördæmi, tapaðist líka. Sem sagt talsverðar blikur á lofti með stöðu flokksins úti á landi. Og hvernig er brugðist við?“ spyr Páll og er fljótur að svara spurningunni. „Af þeim sjö trúnaðarstöðum sem formaður flokksins, í raun, hefur skipað til nú þegar (forseti Alþingis og formaður þingflokks auk ráðherranna fimm) eru þingmenn af höfuðborgarsvæðinu settir í sex. Einn – 1 – er utan af landi,“ segir Páll. Óli Björn Kárason, nýr formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, býr á Seltjarnarnesi. Birgir Ármannsson, nýr forseti Alþingis, býr í Reykjavík. Íslandsmet í fjölda ráðherra á höfuðborgarsvæðinu Páll segir Suðurkjördæmi fá sérstaka útreið. „Þetta er þriðja ríkisstjórnin í röð sem formaður Sjálfstæðisflokksins tekur þátt í að mynda, á fimm árum, án þess að sjá ástæðu til að hafa oddvitann í kjördæminu við það borð. Þetta ítrekaða sinnuleysi – eða jafnvel lítilsvirðing – Sjálfstæðisflokksins gagnvart landsbyggðinni á örugglega eftir að skaða flokkinn enn frekar en þó kom í ljós í þessum kosningum.“ Í framhjáhlaupi nefnir hann að við myndum ríkisstjórnar hafi verið jafnað Íslandsmet í fjölda ráðherra sem aftur séu orðnir tólf, fjölgun um einn. „En það voru öll Íslandsmet slegin í fjölda ráðherra af höfuðborgarsvæðinu – tíu talsins!“ Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, virðist vera eini ráðherrann með lögheimili utan höfuðborgarsvæðisins. Lögheimili Sigurðar Inga er á Flúðum.
Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent