Hækka barnabætur á næsta ári fyrir tekjulægri Eiður Þór Árnason skrifar 30. nóvember 2021 11:12 Skerðingamörkunum er breytt til að bregðast við launahækkunum sem hafa leitt til aukinna skerðinga. Vísir/Vilhelm Skerðingamörkum barnabóta verður breytt á næsta ári og hækka neðri skerðingamörk hjá einstæðum foreldrum úr 351.000 krónum á mánuði í 379.083 krónur. Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur. Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira
Felur það í sér hjá einstæðu foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð verður engin skerðing á barnabótum upp að 394.878 krónum í mánaðarlaun. Fjárhæðir barnabóta verða hækkaðar á næsta ári um 5,5% til 5,8% en efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Ekki er hækkun á heildarfjárheimild ríkissjóðs vegna barnabóta milli ára. Þetta kemur fram í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar fyrir árið 2022. Fyrir einstæða foreldra hækka barnabætur með fyrsta barni á næsta ári um 22.300 krónur og verða 413.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 20.200 krónur og verða 423.000 krónur. Fyrir fólk í sambúð hækka barnabætur með fyrsta barni um 13.500 krónur og verða 248.000 krónur. Barnabætur greiddar með börnum umfram eitt hækka um 15.800 krónur og verða 295.000 krónur. Barnabætur sem greiddar eru með börnum yngri en sjö ára hækka um 8.000 krónur og verða 148.000 krónur. Hækka neðri skerðingamörk Fyrir aðila í sambúð hækka neðri skerðingarmörk úr 702.000 krónum í 758.167 á mánuði. Miðað við áðurnefndar forsendur munu barnabætur ekki skerðast fyrir sambúðaraðila upp að 789.757 krónum í samanlögð mánaðarlaun. Efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta hækka um 12%. Þegar efri skerðingarmörkum er náð eykst skerðingarhlutfall barnabóta um 1,5%. Dæmi um breytingu á barnabótum fyrir fjölskyldu með tveimur börnum. Stjórnarráðið Fyrir einstæða foreldra hækka efri skerðingarmörkin úr 5,50 milljónum króna á ársgrundvelli í 6,16 milljónir króna eða úr 458.333 krónum á mánuði í 513.333 krónum á mánuði. Það þýðir að fyrir einstætt foreldri sem hefur allar sínar tekjur af launavinnu og greiðir 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 534.722 krónum á mánuði. Fyrir sambúðaraðila hækka efri skerðingarmörk tekjustofns barnabóta úr 11,00 milljónum króna á ársgrundvelli í 12,32 milljónir króna eða úr 916.667 krónum á mánuði í 1.026.667 krónur. Það þýðir fyrir sambúðaraðila sem hafa allar sínar tekjur af launavinnu og greiða 4% skylduiðgjald í lífeyrissjóð helst skerðing barnabóta í neðri skerðingarmörkum upp að 1.069.444 krónum á mánuði. Auka framlög til fæðingarorlofssjóðs Fjárheimildir til fæðingarorlofsmála verða auknar um 1.517 milljónir króna á næsta ári frá síðustu fjárlögum. Þar af koma 1.100 milljónir til vegna lengingar fæðingarorlofsins í tólf mánuði í samræmi við samþykkt lög þess efnis. Þá er fjárheimild málaflokksins aukin um 420 milljónir króna vegna hækkunar mánaðarlegrar hámarksgreiðslu í 600 þúsund krónur.
Fjárlagafrumvarp 2022 Börn og uppeldi Fjármál heimilisins Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Innlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Fleiri fréttir Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum Sjá meira