Rúmlega sjö þúsund mættu í örvun í dag: „Þetta er allt að hafast hjá okkur“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2021 18:01 Bólusett var með bóluefni Moderna í dag. Vísir/Vilhelm Þriðja vika örvunarbólusetningarátaksis fór vel af stað í morgun en rúmlega sjö þúsund manns fengu þar þriðja skammtinn í dag. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið vel og að það hafi verið gaman að fá sjálfan sóttvarnalækni í sprautu. Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Það var strax fullt út úr dyrum þegar opnað var fyrir örvunarbólusetningar á nýjan leik klukkan tíu í morgun en bólusetningum lauk klukkan þrjú í dag og höfðu þá rúmlega sjö þúsund manns fengið þriðja skammtinn. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir daginn hafa gengið mjög vel. „Það hefur gengið bara ljómandi vel í dag. Það komu til okkar um 7150 manns sem er bara nokkuð gott, þetta er í annað sinn sem við erum að slá þetta 7000 manna met, við slóum það líklegast fyrst einn daginn í viku eitt, þannig þetta er bara mjög góð aðsókn,“ segir Ragnheiður. Þórólfur Guðnason var meðal þeirra sem mættu í örvun í dag en sjálfur var hann fullbólusettur með AstraZeneca. Grínaðist hann þá með að hann væri að svíkja lit með því að fá örvunarskammt með Moderna. Ragnheiður segir gaman að fá sóttvarnalækni í bólusetningu. „Það er alltaf gaman og hann svona slær tóninn með því að koma til okkar,“ segir Ragnheiður. Mæting í örvunarbólusetningu hefur verið um 70 prósent undanfarnar tvær vikur en einnig hefur fólk nýtt sér opna bólusetningadaga á fimmtudögum og föstudögum. Þannig gætu fleiri hafa skilað sér í bólusetningu. Ragnheiður segist binda miklar vonir við mætingu næstu daga og hvetur alla sem geta að mæta þegar þeir fá boð. „Við vonum að gangurinn verði bara góður áfram hjá okkur þessa viku og svo næstu, sem er þá síðasta vikan. Það voru líklega um 23 þúsund manns sem fengu boð í þessari viku og svo eru heldur færri í næstu viku þannig þetta er allt svona að hafast hjá okkur,“ segir Ragnheiður. Þeir sem komast ekki á boðuðum tíma þurfa þó ekki að örvænta en allir sem hafa fengið boð eiga rétt á að mæta þegar verið er að bólusetja. Að því er kemur fram á covid.is hefur þátttaka í bólusetningu verið heldur góð en 82 prósent þeirra sem áttu að mæta í örvun fyrir nóvember hafa fengið sinn skammt og 66 prósent þeirra sem áttu að mæta í nóvember. Þá hafa einhverjir sem áttu að mæta í desember fengið að mæta fyrr þar sem 18 prósent þeirra fengið sinn skammt.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilsugæsla Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira