Mun að óbreyttu mæla með bólusetningu fimm til ellefu ára Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. nóvember 2021 16:21 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að örvunarskammtarnir hafi reynst vel hingað til. Vísir/Vilhelm Fyrstu skammtar bóluefnis Pfizer gegn kórónuveirunni, sem sérstaklega er gert fyrir ung börn, munu berast hingað til lands í lok desember. Sóttvarnalæknir telur líklegt að börnum á aldrinum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að það hafi veitt bóluefni Pfizer fyrir fimm til ellefu ára markaðsleyfi í Evrópu. Bóluefnið er ólíkt hinu hefðbundna að því leyti að það er mun minni skammtur, eða 10 míkrógrömm í stað 30. Þórólfur telur líklegt að boðið veðri upp á þetta bóluefni fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. „Við erum bara að skoða það með okkar fólki og þurfum að fara vel ofan í gögnin okkar og fá álit frá sérfræðingum um það. Við munum gera það þannig að væntanlega munum við ná niðurstöðu um það núna seinnipartinn í næstu viku,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Stór hluti þeirra sem greinst hefur smitaður af veirunni í þessari bylgju faraldursins hefur verið börn og hefur þurft að loka fjölda skóla og leikskóla í haust. „Við vitum að mjög stór hluti af þessum smitum sem eru að greinast núna er hjá börnum á þessum aldri fimm til ellefu ára og það virðist sem svo að bylgjan sé að miklu leyti borin upp af þessum aldurshópi,“ segir Þórólfur. Klippa: Skoða hvort börnum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning „Við vitum líka að börn á þessum aldri geta veikst alvarlega og geta lagst inn á spítala. Tölur erlendis frá sýna það og í viðræðum okkar við kollega á hinum Norðurlöndunum eru þeir að skoða það nákvæmlega sama og þá sérstaklega Danir. Bæði myndi maður skoða bólusetninguna út frá því að vernda börnin sjálf og svo líka til að stöðva frekara smit í samfélaginu.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær nákvæmlega verði hægt að ráðast í bólusetningu barna í þessum aldurshópi. „Það er óljóst, við fáum ekki barnabóluefnið sjálft fyrr en í lok desember. Sumar þjóðir ætla að nota bóluefni fyrir fullorðna en bara þynna það út og gefa minni skammt og það er bara allt til skoðunar.“ Örvunarbólusetningin reynst vel hingað til Í nóvember hefur verið ráðist í gríðarleg örvunarbólusetningarátak og stendur til að gefa 160 þúsund Íslendingum örvunarskammt Pfizer fyrir árslok. Fimm mánuðir þurfa að vera liðnir frá því að fólk fékk síðasta skammt bóluefnisins áður en það fer í örvunarsprautuna og segir Þórólfur ekki koma til greina að stytta þann tíma. „Neðri tíminn er fimm mánuðir, við viljum ekki fara styttra en það vegna þess að þá virkar hún bara ekki nógu vel þannig að það hefur engan tilgang að flýta örvunarskammtinum þannig að við fáum ekki þá verkun sem við erum að leitast að. Þannig að við verðum að bíða minnsta kosti fimm mánuði og helst sex mánuði. Við verðum bara að fara eftir því plani,“ segir Þórólfur. Hvað varðar virkni örvunarskammtsins segir Þórólfur það ekki enn liggja fyrir. Miðað við það sem sé komið í ljós núna virðist hann þó lofa góðu. „Við erum bara að fylgjast með því og við vitum núna að það eru þrjátíu manns sem hafa fengið Covid tveimur vikum eða lengur eftir þriðja skammtinn þannig að það er mjög lágt hlutfall miðað við skammt,“ segir Þórólfur. Klippa: Þrjátíu hafa greinst með Covid eftir örvunarskammtinn „En vel að merkja að það er ekki komin það mikil reynsla á þetta, það er ekki kominn það langur tími eftir bólusetninguna að við getum fullyrt eitthvað. Þetta lítur bara mjög vel út og rannsóknir sem liggja til grundvallar þriðja skammtinum eru líka bara mjög góðar og benda til að árangurinn sé mjög góður.“ Hann hvetur þá sem enn hafa ekki verið bólusettir að láta til skara skríða og mæta í sprautu. „Það er fyllsta ástæða til að hvetja alla til að mæta í örvunarskammtinn og það hefur bara gengið mjög vel, þátttakan er að aukast mjög mikið. Nú er það komið upp í áttatíu prósent hjá þeim sem áttu að mæta í nóvember þannig að ég hef fulla trú á að fólk taki við sér og mæti.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Lyfjastofnun Evrópu tilkynnti í gær að það hafi veitt bóluefni Pfizer fyrir fimm til ellefu ára markaðsleyfi í Evrópu. Bóluefnið er ólíkt hinu hefðbundna að því leyti að það er mun minni skammtur, eða 10 míkrógrömm í stað 30. Þórólfur telur líklegt að boðið veðri upp á þetta bóluefni fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára, nema eitthvað sérstakt mæli gegn því. „Við erum bara að skoða það með okkar fólki og þurfum að fara vel ofan í gögnin okkar og fá álit frá sérfræðingum um það. Við munum gera það þannig að væntanlega munum við ná niðurstöðu um það núna seinnipartinn í næstu viku,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Stór hluti þeirra sem greinst hefur smitaður af veirunni í þessari bylgju faraldursins hefur verið börn og hefur þurft að loka fjölda skóla og leikskóla í haust. „Við vitum að mjög stór hluti af þessum smitum sem eru að greinast núna er hjá börnum á þessum aldri fimm til ellefu ára og það virðist sem svo að bylgjan sé að miklu leyti borin upp af þessum aldurshópi,“ segir Þórólfur. Klippa: Skoða hvort börnum fimm til ellefu ára verði boðin bólusetning „Við vitum líka að börn á þessum aldri geta veikst alvarlega og geta lagst inn á spítala. Tölur erlendis frá sýna það og í viðræðum okkar við kollega á hinum Norðurlöndunum eru þeir að skoða það nákvæmlega sama og þá sérstaklega Danir. Bæði myndi maður skoða bólusetninguna út frá því að vernda börnin sjálf og svo líka til að stöðva frekara smit í samfélaginu.“ Það liggur þó ekki fyrir hvenær nákvæmlega verði hægt að ráðast í bólusetningu barna í þessum aldurshópi. „Það er óljóst, við fáum ekki barnabóluefnið sjálft fyrr en í lok desember. Sumar þjóðir ætla að nota bóluefni fyrir fullorðna en bara þynna það út og gefa minni skammt og það er bara allt til skoðunar.“ Örvunarbólusetningin reynst vel hingað til Í nóvember hefur verið ráðist í gríðarleg örvunarbólusetningarátak og stendur til að gefa 160 þúsund Íslendingum örvunarskammt Pfizer fyrir árslok. Fimm mánuðir þurfa að vera liðnir frá því að fólk fékk síðasta skammt bóluefnisins áður en það fer í örvunarsprautuna og segir Þórólfur ekki koma til greina að stytta þann tíma. „Neðri tíminn er fimm mánuðir, við viljum ekki fara styttra en það vegna þess að þá virkar hún bara ekki nógu vel þannig að það hefur engan tilgang að flýta örvunarskammtinum þannig að við fáum ekki þá verkun sem við erum að leitast að. Þannig að við verðum að bíða minnsta kosti fimm mánuði og helst sex mánuði. Við verðum bara að fara eftir því plani,“ segir Þórólfur. Hvað varðar virkni örvunarskammtsins segir Þórólfur það ekki enn liggja fyrir. Miðað við það sem sé komið í ljós núna virðist hann þó lofa góðu. „Við erum bara að fylgjast með því og við vitum núna að það eru þrjátíu manns sem hafa fengið Covid tveimur vikum eða lengur eftir þriðja skammtinn þannig að það er mjög lágt hlutfall miðað við skammt,“ segir Þórólfur. Klippa: Þrjátíu hafa greinst með Covid eftir örvunarskammtinn „En vel að merkja að það er ekki komin það mikil reynsla á þetta, það er ekki kominn það langur tími eftir bólusetninguna að við getum fullyrt eitthvað. Þetta lítur bara mjög vel út og rannsóknir sem liggja til grundvallar þriðja skammtinum eru líka bara mjög góðar og benda til að árangurinn sé mjög góður.“ Hann hvetur þá sem enn hafa ekki verið bólusettir að láta til skara skríða og mæta í sprautu. „Það er fyllsta ástæða til að hvetja alla til að mæta í örvunarskammtinn og það hefur bara gengið mjög vel, þátttakan er að aukast mjög mikið. Nú er það komið upp í áttatíu prósent hjá þeim sem áttu að mæta í nóvember þannig að ég hef fulla trú á að fólk taki við sér og mæti.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir „Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36 Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58 Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
„Fyllsta ástæða til að tapa sér ekki í umræðunni núna“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ekki tímabært að fara að skipuleggja hertar aðgerðir vegna fregna af nýju skæðu afbrigði kórónuveirunnar. Evrópusambandið hefur boðað flugbann frá svæðum þar sem afbrigðið hefur skotið upp kollinum. 26. nóvember 2021 11:36
Kári hvetur fólk til að draga andann og bíða gagna um nýtt afbrigði Það er fræðilega mögulegt og líklega hafa menn einhverjar vísbendingar um að nýtt afbrigði SARS-CoV-2 sé meira smitandi og líklegra til að komast hjá ónæmisvörnum líkamans en það hefur alls ekki verið sannað enn sem komið er. 26. nóvember 2021 07:58
Börnin bólusett í fyrsta lagi um áramótin Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir metur nú hvort að boðið verði upp á bólusetningu gegn COVID-19 fyrir börn á aldrinum fimm til ellefu ára. 25. nóvember 2021 14:41