Lætin í Detroit gætu verið vendipunktur tímabilsins fyrir Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 LeBron James var hent út úr húsi í Detroit. Nic Antaya/Getty Images Los Angeles Lakers hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils í NBA-deildinni í körfubolta. Mikil læti áttu sér stað í leik Lakers og Detroit Pistons, Lebron James var hent út úr húsi en Lakers kom til baka og vann slakt lið Detroit. Voru lætin það sem þurfti til að vekja Lakers? Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu. Körfubolti NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu.
Körfubolti NBA Mest lesið Enginn ákærður vegna andláts Adam Johnson Sport Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Íslenski boltinn „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Körfubolti Valur í kjörstöðu gegn ÍR Handbolti Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni Íslenski boltinn Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Upgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins