Lætin í Detroit gætu verið vendipunktur tímabilsins fyrir Lakers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. nóvember 2021 23:01 LeBron James var hent út úr húsi í Detroit. Nic Antaya/Getty Images Los Angeles Lakers hefur átt erfitt uppdráttar í upphafi tímabils í NBA-deildinni í körfubolta. Mikil læti áttu sér stað í leik Lakers og Detroit Pistons, Lebron James var hent út úr húsi en Lakers kom til baka og vann slakt lið Detroit. Voru lætin það sem þurfti til að vekja Lakers? Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu. Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Mikið hefur verið rætt og ritað um Lakers frá því að síðasta tímabili í NBA-deildinni lauk. Liðið tók miklum breytingum og enn á ný var reynt að púsla saman leikmannahóp sem á að ná því besta úr LeBron James og Anthony Davis. Sá fyrrnefndi hefur hins vegar verið að glíma við meiðsli og gengið ekki verið gott. Fyrir leikinn gegn Detroit hafði Lakers unnið 8 leiki en tapað 9. Það stefndi allt í tíunda tapið gegn Detroit-liði sem hafði aðeins unnið fjóra af fyrstu 15 leikjum sínum í deildinni. Það er þangað til LeBron rak hendina í Isiah Stewart og allt sauð upp úr. LeBron var hent út úr húsi en Lakers kom til baka eftir að lenda 17 stigum undir og vann leikinn, lokatölur 121-116. Bill Oram, sem fjallar eingöngu um Lakers fyrir The Athletic, veltir fyrir sér hvort lætin í Detroit gætu orðið vendipunktur tímabilsins. Það atvik sem loksins hristir leikmannahóp Lakers saman og fær menn til að snúa bökum saman. Russell Westbrook setti í fimmta gír og Davis spilaði ótrúlega vörn, allavega í fjórða leikhluta. Westbrook endaði einu frákasti frá þrefaldri tvennu. Hann skoraði 26 stig, gaf 10 stoðsendingar og tók 9 fráköst. Davis skoraði 30 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. AD taking over for the Lakers pic.twitter.com/lEhDYuSpHt— NBA TV (@NBATV) November 22, 2021 Í leikhléinu milli þriðja og fjórða leikhluta stóð Carmelo Anthony upp og sagði við samherja sína „það er hér sem við ákveðum hvað við erum sem lið.“ Westbrook tók í sama streng og bætti við „við erum að fara vinna þennan leik.“ Hann lagði svo sitt á vogarskálarnar en Westbrook skoraði 15 af 26 stigum sínum í fjórða leikhluta leiksins. Lakers steinlá gegn erkifjendum sínum Boston Celtics í leiknum fyrir leikinn gegn Detroit. Leikmenn liðsins sögðu alla réttu hlutina en virtust fastir í sama kviksyndi og allt tímabilið framan af leik í Detroit. Það er þangað til Lebron og Stewart lenti saman og allt sauð upp úr. This is where we figure out who we are as a team. Can the fracas in Detroit be a turning point for the Lakers?It was a convenient talking point on a night they barely squeaked past an inferior opponent. @billoram https://t.co/SUhCAIiAq0 pic.twitter.com/wz75LmbQWL— The Athletic NBA (@TheAthleticNBA) November 22, 2021 Nú er bara að bíða og sjá hvort þetta kveiki eld undir leikmönnum Lakers og liðið rífi sig í gang eftir slaka byrjun á tímabilinu.
Körfubolti NBA Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Enski boltinn Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira