Telur ekki faglegar forsendur fyrir að mismuna bólusettum og óbólusettum að svo stöddu Atli Ísleifsson skrifar 17. nóvember 2021 13:29 Þórólfur Guðnason segir að ef ljós kemur að smit séu mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verði kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Það sé þó alltaf pólitísk og siðferðisleg að grípa til slíkra ráða. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að miklar sveiflur hafi verið í fjölda daglegra smita frá því að hertar samkomutakmarkanir tóku gildi og því sé ekki hægt að segja með vissu að faraldurinn sé á niðurleið. Hann segir jafnframt í tengslum við umræðu síðustu daga að ekki séu faglegar forsendur fyrir því að svo stöddu að mismuna bólusettum og óbólusettum. Þetta segir Þórólfur í færslu sóttvarnalæknis á síðunni Covid.is. Hann segir að fjöldi innlagna á sjúkrahús hafi aukist séu nú átján á Landspítalanum vegna Covid-19 og þá liggi þrír inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Landspítala séu fjórir á gjörgæsludeild. Sóttvarnalæknir segir þó vert að minna á að alvarleg veikindi komi ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því muni líða um tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar megi búast við að sjá fækkun daglegra smita um það bil sjö dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær beri þá árangur á annað borð. Deilan um réttindi bólusettra umfram óbólusettra Í færslunni ræðir Þórólfur einnig þá umræðu sem hafi verði síðustu daga um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum. Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gæti til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.“ Verði að byggja á faglegum forsendum Þórólfur segir að umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra verði að byggja á faglegum forsendum. „Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður. Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu,“ segir sóttvarnalæknir. Pólitísk og siðferðisleg spurning En áfram spyr Þórólfur: „Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.“ Að lokum hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarskammtinn sem í boði er. „Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Þetta segir Þórólfur í færslu sóttvarnalæknis á síðunni Covid.is. Hann segir að fjöldi innlagna á sjúkrahús hafi aukist séu nú átján á Landspítalanum vegna Covid-19 og þá liggi þrír inni á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Á Landspítala séu fjórir á gjörgæsludeild. Sóttvarnalæknir segir þó vert að minna á að alvarleg veikindi komi ekki fram fyrr en á fyrstu til annarri viku veikinda og því muni líða um tvær vikur að merkja fækkun í innlögnum í kjölfar hertra aðgerða. Hins vegar megi búast við að sjá fækkun daglegra smita um það bil sjö dögum eftir að aðgerðir voru hertar ef þær beri þá árangur á annað borð. Deilan um réttindi bólusettra umfram óbólusettra Í færslunni ræðir Þórólfur einnig þá umræðu sem hafi verði síðustu daga um hvort fullbólusettir einstaklingar með tveimur sprautum gegn COVID-19 eigi að njóta réttinda í samfélaginu umfram óbólusetta. „Þessi umræða er ekki ný af nálinni því á undanförnum árum hefur oft verið rætt um hvort gera eigi bólusetningar barna að skyldubólusetningu, sérstaklega í þau fáu skipti þegar aukning verður á bólusetningasjúkdómum. Sóttvarnalæknir hefur löngum haft þá afstöðu að varasamt sé að gera bólusetningar að skyldu af þeirri ástæðu að þátttaka hér í almennum bólusetningum er með ágætum og því gæti slík ákvörðun skapað önnur vandamál sem leitt gæti til minni þátttöku og meiri smithættu í samfélaginu.“ Verði að byggja á faglegum forsendum Þórólfur segir að umræðu undanfarinna daga um aukin réttindi fullbólusettra verði að byggja á faglegum forsendum. „Veitir full bólusetning með tveimur sprautum gegn COVID-19 það mikla vernd gegn smiti að það réttlæti mismunun bólusettra og óbólusettra? Niðurstöður rannsókna hafa sýnt, að full bólusetning veitir um 50% vernd gegn smiti og 90% vernd gegn alvarlegum veikindum. Gögn okkar hér á landi sýna jafnframt að flestir sem greinast (60%) eru fullbólusettir og um 50% þeirra sem leggjast inn á sjúkrahús eru fullbólusettir. Hins vegar virðast fullbólusettir (skv. upplýsingum frá smitsjúkdómalæknum) fá vægari einkenni og dvelja skemur á sjúkrahúsi ef þeir þurfa á annað borð að leggjast inn. Ávinningur af bólusetningu með tveimur skömmtum er því ótvíræður. Þó að óbólusettir séu um þrefalt líklegri til að smitast af COVID-19 og fimm sinnum líklegri til að leggjast inn á sjúkrahús þá er ekki hægt að segja að núverandi bylgja sé orsökuð og drifin áfram af smitum frá óbólusettum. Því er ekki líklegt að jafnvel þó allir hér á landi yrðu fullbólusettir með tveimur skömmtum, að smit í samfélaginu myndu stöðvast og ásættanlega staða myndi skapast á sjúkrahúsum. Því tel ég ekki faglegar forsendur vera fyrir því á þessari stundu að mismuna bólusettum og óbólusettum í samfélaginu,“ segir sóttvarnalæknir. Pólitísk og siðferðisleg spurning En áfram spyr Þórólfur: „Breytir örvunarbólusetning með þriðja skammti þá faglegum forsendum hvað varðar mismunun á þeim sem fá þriðja skammtinn og öðrum? Í dag er ekki hægt að fullyrða að bólusetning með örvunarskammti muni vernda að mestu gegn smiti. Erlendar rannsóknir gefa þó vonir um að verndin sé veruleg umfram skammt númer tvö og því eru allir hvattir til að mæta í örvunarbólusetninguna þegar boð berast. Sóttvarnalæknir mun áfram sem hingað til fylgjast náið með bólusetningastöðu þeirra sem greinast og því mun verða hægt að svara spurningunni um árangur örvunarskammtsins að nokkrum vikum eða mánuðum liðnum.“ Að lokum hvetur hann alla til að mæta í bólusetningu og þiggja jafnframt örvunarskammtinn sem í boði er. „Ef í ljós kemur að smit eru mjög fátíð hjá þeim sem fá örvunarskammt þá verður kominn grundvöllur til að ræða hvort þessir aðilar eigi að njóta réttinda umfram þá sem eru óbólusettir eða hafa fengið tvo skammta. Slík ákvörðun verður þó alltaf pólitísk og siðfræðileg og verður ekki tekin af öðrum en stjórnvöldum,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24 Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði Sjá meira
Krafa um bólusetningarvottorð siðferðileg og pólitísk spurning Ísland stendur gríðarlega framarlega þegar horft er til fjölda bólusettra og fjölda látinna í kórónuveirufaraldrinum. Stefna stjórnvalda hefur miðað að því að veita miklar upplýsingar og leyfa fólki sjálfu að velja hvað það gerir, sem hefur eflt samstöðu þjóðarinnar. 16. nóvember 2021 11:24