Hrekkirnir geti valdið fólki miklu hugarangri Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. nóvember 2021 14:00 Þórir Ingvarsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn, biðlar til fólks að gera alls ekki símaat í aðra. Nokkuð hefur verið um símahrekki víða á landinu undanfarið en lögreglan telur að rekja megi símtölin til smáforrits þar sem finna má tilbúnar upptökur á íslensku. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir símtölin geta valdið fólki miklu hugarangri og hvetur eindregið gegn notkun forritsins. Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan. Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Símtölin sem um ræðir eru af ýmsum toga en um er að ræða upptökur sem finna má í smáforriti. Sá sem setur hrekkinn af stað velur símanúmer til að hringja í og er þá hringt úr óþekktu númeri í viðkomandi aðila. Forritið tekur síðan upp viðbrögð hins aðilans og sá fær svo upptökuna senda. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði við símtölunum í gær en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur einnig fengið þó nokkrar tilkynningar um álíka símtöl. Þá sendi Orkuveita Reykjavíkur frá sér tilkynningu í gær þar sem fram kom að símtöl þar sem fólk er sakað um að stela rafmagni komi ekki frá þeim. „Við höfum fengið fjöldamörg símtöl þar sem fólk er bara mjög skelkað og er að velta fyrir sér hvað er í gangi,“ segir Þórir Ingvason, aðstoðaryfirlögregluþjónn. Í símtölunum er fólk sakað um ýmislegt, þar á meðal lögbrot. „Það er kannski sakað um að hafa ekið á bíl og stungið af, og ef ég man rétt þá fjallar einn hrekkurinn um að viðkomandi aðili hafi verið grunaður um að stunda fíkniefnaneyslu og lyktin af því sé að berast til nágranna, og svo framvegis. Fólk hefur samband við okkur og vill fá einhvern botn í málið þannig við vildum vara við þessu,“ segir Þórir. „Það sem kannski er alvarlegt í þessu er að sá sem fær símtalið áttar sig oftast ekki á að um hrekk sé að ræða. Stundum þá líða bara einhverjar mínútur þar til sá sem setti hrekkinn af stað lætur vita og finnst þetta náttúrulega bara voða fyndið og allt það, en oft og tíðum þá veldur þetta bara mjög miklu hugarangri hjá þeim sem fá símtalið og verða fyrir hrekknum,“ segir Ýmis konar upptökur er að finna í forritinu. Hann bendir á að í nánast öllum tilvikum sé um upptöku að ræða sem gerir ráð fyrir ákveðnum svörum og því geti fólk haft það í huga ef það lendir í slíku símtali. Þórir hvetur fólk eindregið gegn því að setja álíka hrekk af stað, þó þeim finnist það sjálfum fyndið. „Þetta getur bara haft miklar afleiðingar og fyrir fólk sem er kannski grandvaralaust, það fær þessi símtöl og tekur það bara mjög nærri sér. Við höfum þurft að ræða við fólk sem er bara í mjög miklu uppnámi eftir svona símtöl,“ segir Þórir. „Númer eitt er bara alls ekki senda svona á fólk því að sá sem sendir hrekkinn af stað, honum finnst þetta kannski bara saklaust, en hinn tekur þessu allt öðruvísi þannig þetta getur haft töluverðar afleiðingar.“ Dæmi um upptökurnar sem um ræðir má finna hér fyrir neðan.
Lögreglumál Tengdar fréttir Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16 Mest lesið Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Sjá meira
Símtöl með ásökunum um stolið rafmagn ekki frá Orkuveitunni Óprúttnir aðilar virðast nú stunda það að hringja í fólk í nafni fyrirtækja Orkuveitu Reykjavíkur og saka það um að stela rafmagni. Orkuveitan segir símtölin ekki á vegum hennar eða dótturfyrirtækja. 16. nóvember 2021 12:16