Katrín vill „svartan fössara“ Snorri Másson skrifar 16. nóvember 2021 14:35 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur sínar skoðanir á Black Friday, eins og sagt var framan af. Vísir/Vilhelm/MS Íslendingar lesa töluvert mikið, staðhæfir formaður Rithöfundasambandsins á degi íslenskrar tungu. Forsætisráðherra vill að næsti hátíðisdagur í verslun verði kallaður svartur fössari. „Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til. Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
„Ég ákvað að fá mér smá göngutúr, svona á afmælisdaginn, sem nú er dagur íslenskrar tungu. Mig þyrstir að vita hvernig yður Íslendingum gengur að tala íslenskuna.“ Þannig kemst Jónas Hallgrímsson að orði í nýrri herferð Mjólkursamsölunnar í tilefni dagsins. Hér neðst má sjá túlkun Mána Arnarsonar leikara á skáldinu og náttúrufræðingnum, 214 árum eftir fæðingu hans. Fyrirtæki, samtök og já alls kyns aðilar, svo það ágæta íslenska orð sé notað, keppast í dag við að halda daginn hátíðlegan - og um leið auðvitað spá fyrir um afdrif tungumálsins á komandi tímum. Lesa í alvöru mikið af bókum Á meðal þess sem jafnan hefur verið haft til marks um stöðu íslenskunnar er lesturinn - og hann er ekkert að minnka neitt ískyggilega mikið, ef marka má niðurstöður könnunar Miðstöðvar íslenskra bókmennta. Þar er niðurstaðan sú að Íslendingar lesi að meðaltali 2,3 bækur á mánuði. En getur þetta staðist? Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rithöfundasambandsins, er sannfærður. Karl Ágúst Úlfsson leikari og rithöfundur hefur trú á bókinni.Vísir/Vilhelm „Ég held að við verðum að gera ráð fyrir að fólk segi satt í svona könnunum. Þannig að já, Íslendingar virðast vera að lesa töluvert mikið. Það svosem kemur mér ekkert á óvart ég þóttist nú vita það. Við höfum mikla þörf fyrir bækur og lesefni,“ segir Karl Ágúst í samtali við fréttastofu. Rúmur meirihluti landsmanna kveðst lesa einungis eða oftar á íslensku en öðru tungumáli. Hér gætir þó þróunar sem kynni að valda áhyggjum: Skýr fylgni er á milli ungs aldurs og þess, að lesa meira á útlensku. 43% 18-24 ára lesa þannig oftar á öðru tungumáli en íslensku en aðeins 7% 65 ára eða eldri. Singles Day ekkert sérlega íslenskt Eins miklu máli og lestur skiptir fyrir tungumálið eru aðrir þættir veigamiklir. Stjórnvöld hafa varið miklu fé í nafni íslensku á tækniöld en forsætisráðherra vill þó ekki gefa upp um hvort kveðið sé á um frekara átak af þeim toga í stjórnarsáttmála. Notkun tungumálsins í einstökum atvinnugreinum eins og ferðaþjónustu er áhyggjuefni sem Katrín Jakobsdóttir fagnar þó að verið sé að taka alvarlega. „Við sjáum það stundum að íslensk tunga gefur eftir á einstökum sviðum, að hún gefi eftir í tilteknum umdæmum, þannig að annað tungumál taki einfaldlega yfir. Þar held ég að við verðum að vera á varðbergi hvort sem er í hinum stafræna heimi eða í okkar raunheimi, því þetta er auðvitað ein stærstu verðmæti sem við eigum, að tala þetta tungumál og hugsa á þessu tungumáli,“ segir Katrín. Nýliðinn kaupæðisdagur einhleypra var víða kallaður „Singles Day“ í auglýsingum - titill sem margir unnendur góðrar íslensku hörmuðu. Þyrftu auglýsendur að taka hlutverki sínu meira alvarlega? „Ja, ég skora bæði á verslanir og auglýsingastofur að næsti dagur sem er helgaður einhvers konar afsláttum verði kallaður svartur fössari,“ leggur forsætisráðherra til.
Íslenska á tækniöld Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Menning Tengdar fréttir Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Orðasmiðurinn hagi Jónas Hallgrímsson Það er við hæfi að dagur íslenskrar tungu sé heiðraður minningu þjóðskáldsins Jónasar Hallgrímssonar frá Hrauni í Öxnadal og fæðingardegi hans, 16. nóvember. 16. nóvember 2021 07:00